„Hey – hvar varst þú?“

Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro.
Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro.

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bpro, játar að hann noti stundum hyljara þegar hann er bugaður og þarf að hressa upp á sig. Hann hikar heldur ekki við að úða sig með brúnkuspreyi og segir aldurinn kalli á meira stúss þegar kemur að húð og hári. 

Hver er morgunrútínan þín?

„Ég á erfitt með rútínu og er ekki þessi týpíski rútínumaður, en ég veit hvað húðumhirðan er mikilvæg svo ég reyni að halda henni nokkurn veginn í lagi. Ég þvæ mér í framan í sturtunni með Skin Regimen Cleansing Cream og þegar ég vil algjört extra nota ég Enzymatic- djúphreinsinn frá Skin Regimen. Ég næ alltaf að þrífa húðina einu sinni á dag, sem er þá á morgnana, en mitt aðalmarkmið er að ná að þrífa hana bæði kvölds og morgna eins og á að gera. Svo er það uppáhaldið mitt akkúrat núna sem er Sublime Skin Intensive Serum og Sublime Skin-andlitskremið en mér finnst geggjað að setja Perle de Soleil-brúnkudropana frá Marc Inbane út í það.

Svo er það sólarvörnin! Það er búið að negla því svo í hausinn á mér að það sé mikilvægt að vera með sólarvörn alla daga þannig að ég nota Urban Shield SPF30 frá Skin Regimen á hverjum degi. Svona pumpudæmi hentar mér mjög vel og gerir það svo auðvelt í notkun.“

Baldur Rafn Gylfason árið 1999 þegar hann rak hárgreiðslustofuna Mojo.
Baldur Rafn Gylfason árið 1999 þegar hann rak hárgreiðslustofuna Mojo. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hvað gerir þú fyrir húðina svo hún sé alltaf upp á 10?

„Mitt leynitrix til að vera alveg upp á 10, sama hversu þreyttur ég er, er að nota náttúrulega brúnkuspreyið frá Marc Inbane. Það klikkar aldrei og maður fær alltaf svona „hey – hvar varst þú?“ komment frá fólki. Svo er geggjað trix að nota Gua Sha-stein til að nudda andlitið og losna þannig við bólgur og þreytu.“

Hvert er besta húðráð sem þú hefur fengið?

„Að passa alltaf að þrífa húðina og nota sólarvörn!“

Hefur þú notað farða eða eitthvað slíkt?

„Ég á hyljara sem er rosa fínt að nota þegar ég er „baugaður“, bólaður eða bugaður! Le teint litaða andlitskremið frá Marc Inbane er líka rosa góð lausn þegar mann vantar smá ljóma,“ segir hann.

Hvað myndir þú aldrei gera þegar kemur að húðinni?

„Sprengja bólu.“

Hvað finnst þér gera húðinni mestan óleik?

„Eftir að ég byrjaði að hugsa almennilega um húðina sé ég vel hvað það er mikilvægt og hvað það er slæmt þegar maður sinnir húðumhirðunni ekki.“

Hvað gerirðu til að líta betur út?

„Ég reyni að vanda mig að halda rútínunni, sérstaklega þegar ég veit að það er eitthvað fram undan. Fara í klippingu, snyrta skeggið og vera jákvæður. Þótt ég hafi vitað og heyrt lengi að hreyfing skipti miklu máli þá hef ég núna fundið það á eigin skinni og veit að hún skiptir mjög miklu máli til að vera ferskur.“

Ertu með eitthvert ráð þegar þú vaknar þreyttur?

„Köld sturta, heitur kaffibolli og brosa framan í heiminn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »