Með fasta fléttu og bleika teygju

Jason Momoa með fasta fléttu á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Jason Momoa með fasta fléttu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Samsett mynd/AFP

Leikarinn Jason Momoa var ekkert að flækja málin né hárið þegar hann greiddi sér fyrir Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Momoa, sem skartar síðu fallegu hári, skelli einfaldlega hárinu í fasta fléttu og lét gott heita. 

Hvort Momoa hafi greitt sér sjálfur hefur Smartland ekki heimildir fyrir en hann skartaði bleikri „scrunchie“ teygju í enda fléttunnar. 

Momoa kæddist svörtum einföldum, en fallegum jakkafötum og var með fánaliti Úkraínu í brjóstvasanum.

Leikarinn hárprúði virðist vera aðdáandi bleikra „scrunchie“ teygja en hann var sömuleiðis með þannig teygju á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2019. Þá klæddist hann bleikum flauelsjakkafötum og var með teygju í stíl á úlnliðnum, eins og allar alvöru skvísur gera. 

Momoa var með bleika „scrunchie“ teygju.
Momoa var með bleika „scrunchie“ teygju. AFP
Fléttan góða.
Fléttan góða. AFP
Jason Momoa er hárprúður maður.
Jason Momoa er hárprúður maður. AFP
mbl.is