„Ég get sigrað heim­inn þegar mér líður vel með útlit mitt“

Berglind Lára Bjarnadóttir kaupir sér yfirleitt klassískar flíkur sem passa …
Berglind Lára Bjarnadóttir kaupir sér yfirleitt klassískar flíkur sem passa við allt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Lára Bjarnadóttir er alger ofurkona sem margt er til lista lagt. Berglind Lára fyllir upp í fjölmarga atvinnutitla en hún segist ekki fúnkera nema að halda mörgum boltum á lofti. Berglind lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2020 en sama ár útskrifaðist hún einnig sem förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára. 

Förðunarfræðinámið var Berglindi gæfuríkt því hún hefur starfað sem förðunarfræðingur síðan hún lauk diplómunni. Slíkt nám átti einstaklega vel við Berglindi en tíska hefur alltaf verið ofarlega í huga hennar. Berglind segist alla tíð hafa verið meðvituð um tísku og hefur hún tileinkað sér að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í gegnum tíðina. 

„Ég legg kannski ekki endilega mikið upp úr því að tolla í tískunni en ég hef alltaf fylgst með hvað er í tísku hverju sinni og reyni að aðlaga minn stíl að henni,“ segir Berglind.  

Líkt og áður sagði starfar Berglind sem förðunarfræðingur en það er þó ekki það eina sem á daga hennar drífur hversdagslega. Berglind tekur einnig vaktir í versluninni Vero Moda en hún hefur starfað innan rekstraraðila Bestseller síðastliðin sjö ár og líkar það vel. 

„Ég stoppa sjaldan,“ segir hin harðduglega Berglind Lára sem er einnig samfélagsmiðlastjóri hjá Boxmagasín. 

Berglind er sjúk í falleg veski og handtöskur.
Berglind er sjúk í falleg veski og handtöskur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veik fyrir yfirhöfnum og fallegum töskum 

Það kennir ýmissa grasa í fataskáp Berglindar Láru. Hún segir innihald fataskápsins nánast allt vera úr sömu tveimur verslununum; Vero Moda og Vila. Fjöldinn allur af litríkum kjólum hangir inni í skáp og bíða þess að vera notaðir við rétt tilefni en svartir stuttermabolir í öllum stærðum og gerðum eru ansi aðgangsfrekir að hennar sögn.

„Það er mikið úrval af svörtum bolum í fataskápnum mínum og mikið af kósí peysum. Enda er algert lykilatriði að eiga nóg af þeim í öllum fataskápum,“ segir Berglind. „Jú, og svo auðvitað er þar að finna um það bil 30 yfirhafnir,“ segir hún en Berglind Lára segist alltaf falla fyrir yfirhöfnum og fallegum handtöskum. 

„Yfirhafnir og fallegar töskur fanga alltaf mín augu,“ segir Berglind. „Ég veit ekki hvað ég á margar töskur en þær eru mjög margar,“ segir hún og hlær. „Yfirhafnir eru svona „statement piece“ í mínum huga og það er svo auðvelt að toppa hefðbundið lúkk með fallegri yfirhöfn og tösku. Ég vanda valið vel þegar kemur að réttu yfirhöfninni en þær eru svo misjafnar í sniðum.“

Yfirhafnir fanga alltaf augu og athygli Berglindar enda á hún …
Yfirhafnir fanga alltaf augu og athygli Berglindar enda á hún ófáar yfirhafnir inni í fataskáp eins og sjá má. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veist þú nákvæmlega hvernig þú átt að klæða þig?

„Já og nei. Sum kvöld finnst mér gott að ákveða í hverju ég ætla að vera daginn eftir. En svo vakna ég þann morgun og líst engan veginn á valið. Það hefur oft gerst að ég skipti um föt tvisvar til þrisvar sinnum áður en ég fer út í daginn,“ segir Berglind Lára og lýsir atburðarás sem margir tengja líklega við. 

„Einu sinni bað ég kærastann minn um að finna einhver ný föt fyrir mig. Ég var bara engan veginn að fýla það sem ég var í og vissi að það myndi pirra mig allan daginn,“ segir Berglind og hlær.  „Ég hef jafnvel keypt mér ný föt og labbað í þeim út þegar ég upplifði það að ég var ekki að fýla mig - klárlega ekki það hagstæðasta,“ segir hún skellihlæjandi.

Berglind er mikil kjólakona en hún klæðist kjólum og pilsum …
Berglind er mikil kjólakona en hún klæðist kjólum og pilsum við tilefni af öllum stærðum og gerðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Lára er mjög virk á samfélagsmiðlum og segist sækja sér innblástur þaðan þegar kemur að tísku. Hún segir tísku vera hluta af tjáningarfrelsi fólks því oft geti það „klætt sig í sjálfsöryggið“. 

„Rétta „outfittið“ gefur manni ótrúlegt sjálfstraust. Ég get jafnvel sigrað heiminn þegar mér líður vel með heildarútlit mitt,“ bendir Berglind Lára á.

Klassískt yfirbragð

Fatastíll Berglindar samanstendur af klassískum flíkum. Hún lýsir stíl sínum sem naumhyggjulegum og tímalausum og reynir eftir fremsta megni að vera með skynsemi að vopni þegar hún verslar sér flíkur.

„Ég reyni að kaupa mér flíkur sem ganga við allt annað sem ég á fyrir,“ segir Berglind. „Ég elska allt klassískt, eins og „mom jeans“ sem ég klæðist við fallegan bol og „blazer“ jakka yfir. Svo á ég það til að poppa útlitið upp með gylltu skarti og fallegri tösku,“ segir hún um hversdagslegan fatnað sinn. 

Uppáhaldslitur Berglindar er grænn, mosagrænn þá einna helst.
Uppáhaldslitur Berglindar er grænn, mosagrænn þá einna helst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind segist klæðast kjólum og pilsum við ófá tilefni. Þægindin skipta hana miklu máli en ekki síður heildarútlitið. „Kjólar og pils verða oft fyrir valinu hjá mér. Það er svo þægilegt að henda sér í pils eða kjól. Það sem skiptir mestu máli þegar maður klæðist slíkum flíkum eru réttu sokkabuxurnar og þær verða að veita gott aðhald,“ segir Berglind sem hefur prófað fjöldamargar sokkabuxna tegundir hingað til og segir þær langbestu fást í versluninni Vila.

„Ég hef alltaf verið mikið fyrir sokkabuxur og tók tímabil þar sem ég elskaði litríkar sokkabuxur. Vinkonum mínum finnst frekar fyndið að minnast á þetta tímabil mitt en ég átti það til að mæta í karrígulum sokkabuxum, ljósbláum stuttbuxum og hermannagrænum jakka í skólann. Mjög flott eða hitt þó heldur,“ segir Berglind og minnist þessa tískuslyss.

„Það finnast engin svona tískuslys lengur í fataskápnum mínum, sem betur fer,“ segir hún og hlær. 

Hárspangir eru fínasta skraut til að poppa upp heildarútlit en …
Hárspangir eru fínasta skraut til að poppa upp heildarútlit en Berglind Lára hefur safnað hárspöngum í mörg ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvers konar flíkur klæða þig best?

„Pils og „wrap-kjólar“ finnst mér klæða mig best. Þessar flíkur móta líkamann svo fallega og gefa manni fáránlega fallegar „curves-línur“ sem ég tek fagnandi og finnst að aðrar konur ættu líka að gera,“ segir hún. „Ég elska líka hvað það er hægt að dressa þessar flíkur upp og niður. Skella fallegri peysu yfir kjólinn og vera í hvítum strigaskóm við. Það er fullkomið dress ef þú ert að fara á kaffihús með vinkonunum eða eitthvað svona hversdagslegt en samt smá fínt tilefni,“ segir Berglind og veit upp á hár hvað fellur vel að líkamslínunum og hvað ekki. 

Það er fátt sem Berglind myndi aldrei klæðast enda er hún yfirleitt opin fyrir nýjungum tískunnar. Það er þó eitt sem Berglind hefur átt erfitt með að klæðast og það eru gallakjólar. 

„Þeir eru svo fallegir á öðrum en ég hef aldrei fýlað mig í þeim. Ég hef reynt,“ segir Berglind en gallakjólar eru klassískir og dúkka mjög gjarnan upp í verslunum óárstíðabundið.

Mosagrænn jakkinn fer Berglindi einstaklega vel en hún er veik …
Mosagrænn jakkinn fer Berglindi einstaklega vel en hún er veik fyrir jökkum og yfirhöfnum að eigin sögn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó svo að fataskápur Berglindar Láru sé allt annað en tómur þá er hún eins og margar aðrar konur; getur alltaf á sig blómum bætt.

„Mig vantar eiginlega fallega græna kápu,“ segir Berglind en hennar uppáhaldslitur er mosagrænn. „Ég hef verið að sjá mikið af grænu í búðunum undanfarið en græni liturinn kemur með vorinu og verður klárlega aðal liturinn í vor og sumar,“ segir Berglind sem freistar þess að finna fallega græna yfirhöfn við fyrsta tækifæri.

En ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Ætli Burberry kápa og taska í stíl yrðu ekki fyrir valinu? Það er vonandi draumur sem verður að veruleika einn daginn.“ 

Vonandi verður Burberry kápan að veruleika fyrr en seinna þó …
Vonandi verður Burberry kápan að veruleika fyrr en seinna þó svo að þessi Zöru kápa sé dýrðleg að sjá og sennilega enn betri að klæðast. mbl.is/Kristinn Magnússon
Berglind notar skartgripi til að setja punktinn yfir i-ið.
Berglind notar skartgripi til að setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál