Þetta ættir þú að gefa sjálfri þér í sumargjöf!

Ljósmynd/Unsplash

Sumardagurinn fyrsti er einn besti dagur ársins. Ekki nóg með að um frídag sé að ræða heldur segir þessi dagur að bjartari og betri tímar séu í vændum. Það hefur hingað til tíðkast að gefa yngri kynslóðinni sumargjöf en hvers vegna ætti fullorðna fólkið ekki að gefa sér eitthvað í tilefni af þessum degi. 

Hér eru nokkrar tillögur af sumargjöfum: 

Krem eins og Dorrit notar! 

Hvern dreymir ekki um að vera betri í húðinni? Þetta frá Bioeffect krem gefur mikinn raka og gerir húðina stinnari og mýkri. Drottningar eins og Dorrit Moussai­effnota vörurnar frá Bioeffect mikið eins og sést glögglega á húðinni. 

Dorrit Moussai­eff og Björn Örvar vísindamaður og stofnandi Bioeffect.
Dorrit Moussai­eff og Björn Örvar vísindamaður og stofnandi Bioeffect. Ljósmynd/María Kjartansdóttir

Greifar götunnar þurfa þessa skó! 

Ef þú ætlar að vera flottust, ná þínu fram og standa almennilega í lappirnar þá þarftu þessa skó. Þessi tvílita tvenna frá Gucci uppfyllir öll skilyrði um góða sumarskó. Þeir eru ekki bara eitursvalir heldur eru þeir líka með dúsk. 

Nýr varalitur! 

Hvernig væri að taka á móti sumrinu með splunkunýjum varalit? L’ABSOLU ROUGE CREAM frá Lancôme eru kremaðir, nærandi og þægilegir á vörunum. Þeir innihalda hágæða hýalúronsýru og nærandi rósaþykkni. Þessir einstöku varalitir koma í mörgum litum og því ætti hver manneskja að geta fundið lit við sitt hæfi. 

Chanel sólgleraugu! 

Þessi sólgleraugu eru hluti af sumarlínu Chanel. Takið eftir að bókasafnsfræðingabandið er aftur orðið móðins. Það ætti því enginn að þurfa að týna gleraugunum sínum! 

C-vítamínbombu fyrir húðina! 

Hver vill ekki vera geislandi með heilbrigða og ferska húð í sumar? Fólk sem vill eitthvað meira ætti að prófa C-vítamínbombuna frá KHIEL'S.

Powerful-Strength Line-Reducing serumið inniheldur 12.5% hreint C-vítamín og hýalúronsýru. Með reglulegri notkun verða fínar línur minna sjáanlegar, húðin verður jafnari og mýkri og dökkir blettir minnka.

Nýr toppur! 

Þessi toppur er frá Bestseller og fer vel við stuttbuxur, pils eða gallabuxur. Munstrið í toppinum er fallegt og heillandi og kemur með sumarið inn í fataskápinn þinn. Toppar með bundnu sniði eru alltaf klassískir og kalla fram kvenleikann í allri sinni dýrð. 

YSL taska! 

Það er auðvelt að fá þráhyggju fyrir töskunum frá YSL. Þessi tvílita dásemd er úr mjúku leðri og tveed-efni og án efa eftir að fara vel í öllum sumarteitunum sem eru í vændum. 

mbl.is