Farði sem gerir kraftaverk fyrir húðina

Farðinn hentar vel þegar mikið liggur við eins og fyrir …
Farðinn hentar vel þegar mikið liggur við eins og fyrir giftingar. Unsplash

Nýjasti farðinn úr smiðju Max Factor heitir Miracle Pure. Nafngiftin er líklegast engin tilviljun því farðinn er algert undur og laðar fram það allra besta.

Þessi kraftaverka farði inniheldur allt sem nútímakonur krefjast. Farðinn hefur uppörvandi og húðbætandi eiginleika en C-vítamín, hýalúronsýrur og collagen eru hin heilaga þrenna sem breyta ásýnd húðarinnar og bæta ástand hennar til muna með reglulegri notkun. Nútímakonur eru löngu búnar að sjá hversu árangursríkar þessar efnablöndur eru þegar öldrunarmerki húðarinnar hafa gert vart við sig. 

Mikilvægi þess að nota sólarvörn verður aldrei of gömul tugga. Miracle Pure farðinn veitir hæstu mögulegu vörn sem snyrtivörur geta verið gæddar gegn útfjólubláum geislum sólarinnar en hann inniheldur sólarvörn í 30 SPF PA+++ faktor. Ótímabær öldrun húðarinnar stafar langoftast af sólinni og þá er ekki úr vegi að bera á sig farða sem kemur í veg fyrir slíkar húðskemmdir. Má því segja að þetta sé hinn fullkomni sumarfarði.

Með reglulegri notkun bætir farðinn ekki einungis áferð húðarinnar heldur jafnar hann líka húðlit. Farðinn er úr léttri formúlu sem auðvelt er að meðhöndla á þann hátt að ásýnd og áferð verði náttúruleg. Svitaholur og aðrar misfellur eru auðþekjanlegar með Miracle Pure farðanum en hann er sagður veita miðlungsþekju sem gerir það að verkum að hann stíflar ekki svitaholur. 

Farðinn er mjög rakagefandi en hann veitir húðinni 24 stunda raka og náttúrulegan ljóma. Þegar þessi farði er borinn á andlitið verður yfirbragð húðarinnar svo náttúrulegt og húðin öðlast mikla fyllingu. Viljir þú auka þekjuna og fá mattara yfirbragð þá er enginn vandi að byggja farðann upp eða blanda við annan farða frá Max Factor. 

Miracle Pure farðinn frá Max Factor er gæddur öllum helstu …
Miracle Pure farðinn frá Max Factor er gæddur öllum helstu kröfum sem nútímakonur setja á farða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál