Varð óþekkjanleg á einni nóttu

Jennifer Grey fór með aðalhlutver í Dirty Dancing árið 1987.
Jennifer Grey fór með aðalhlutver í Dirty Dancing árið 1987.

Leikkonan Jennifer Grey leggur öll spilin í nýrri sjálfsævisögu sinni Out of the Corner. Grey gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Dirty Dancing á síðustu öld þegar hún fór með aðalhlutverkið á móti Patrick Swayze. Í bókinni tjáir Grey sig ítarlega um lýtaaðgerðirnar sem hún fór í eftir að hún varð fræg. 

Grey er kjarnyrt kona og kemur sér beint að efninu. Í stað þess að skrifa tugi blaðsíðna um æsku sína og uppeldi í upphafi bókarinnar byrjar hún á 17 blaðsíðna formála um lýtaaðgerðirnar. 

„Á einni nóttu missti ég persónu mína og ferilinn minn,“ skrifar Grey. Leikkonan fór í tvær aðgerðir á nefi, en þær ákvað hún að fara í eftir ítarlegar samræður við móður sína og þrjá lýtalækna. Tilgangur seinni aðgerðarinnar var að laga það sem fór úrskeiðis í fyrri aðgerðinni en hún heppnaðist ekki betur en sú fyrsta.

Grey varð óþekkjanleg eftir aðgerðina og ljósmyndarar hættu að taka eftir henni á rauða dreglinum. Fyrir hafði hún verið ein vinsælasta leikkonan í Hollywood og blaðaljósmyndarar eltu hana á röndum. 

Hún minnist þess þegar hún sýndi skilríkin sín á flugvelli og öryggisvörðurinn hafði orð á því að hún héti sama nafni og leikkonan fræga. Hún sagði að þetta væri raunverulega hún. „Ég hef séð Dirty Dancing tólf sinnum. Ég þekki Jennifer Grey. Og þú ert ekki hún,“ sagði vörðurinn.

Grey árið 2019.
Grey árið 2019. AFP

Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna Grey hafi ákveðið að skrifa bók núna, mörgum árum eftir að frægðarsól hennar reis sem hæst. Ástæðan eru tímamót í lífi hennar. Árið 2020 skildi hún við eiginmann sinn til 19 ára. 

Í bókinni ræðir Grey einnig um bílslysið sem hún og leikarinn og þáverandi kærasti hennar Matthew Broderick lentu í á Írlandi árið 1987. Broderick og Grey unnu saman að kvikmyndinni Ferris Bueller's Day Off og urðu ástfangin. Tvö létust í bílslysinu en Broderick var á bak við stýrið. 

„Við vorum svo ung. Og það líður ekki vika þar sem ég hugsa ekki um það. Að ég hugsa ekki um fjölskyldunar. Að ég hugsa ekki um Matthew. Þetta er bara hluti af mér. Hluti af staðfræðilegu korti mínu, landslag lífs míns,“ sagði Grey í viðtali við New York Times um bókina. 

Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál