Aldrei lagst undir hnífinn

Martha Stewart slær í gegn á TikTok.
Martha Stewart slær í gegn á TikTok. Skjáskot/TikTok

Sjónvarpsdrottningin Martha Stewart hefur sennilega aldrei verið frægari á ferli sínum en nú. Stewart, sem er 80 ára gömul, er orðin ein skærasta TikTok-stjarnan og hafa yfir 70 milljónir horft á myndböndin hennar. 

Stewart er nýtt andlit japanska snyrtivörumerkisins Clé de Peau og hefur á undanförnum vikum framleitt hvert myndbandið á fætur öðru fyrir TikTok. Notendahópur TikTok er talsvert yngri en Stewart eða 13 til 25 ára.

@marthastewart #ad Gorgeous, gorgeous people love @cledepeaubeauteUS concealer! #ad #cledepeaubeaute ♬ Blue Blood - Heinz Kiessling & Various Artists

Í myndböndunum auglýsir hún rándýr krem og segir frá leyndardómnum á bak við vel nærða húð. Stewart lítur vel út í myndböndunum og segir sjálf að engir filterar hafi verið notaðir við gerð myndbandanna. Þá hefur hún aldrei farið í lýtaaðgerð. 

„Ég get algjörlega sagt það. Enginn hnífur hefur snert andlit mitt, háls eða bak,“ sagði Stewart í viðtali við New York Times. Hárgreiðslumaðurinn hennar John Barrett samsinnir því og sagði að hún hafi aldrei verið í fríi nógu lengi til að jafna sig á aðgerð úr sviðsljósinu. 

Stewart hefur þó farið í minniháttaraðgerðir, lætur laga áferðina á húðinni, lýsa hana og fer í fyllingar. Einn af tveimur húðlæknum hennar í New York staðfestir það og segir hana vanda valið. Þá notar hún aðeins það besta á húðina og vinnur nú að gerð CBD húðvörulínu með Dr. Dhaval Bhanusali. 

@marthastewart #ad My transitions are always smooth - just like my @cledepeaubeauteus concealer! #ad #cledepeaubeaute #fyp ♬ Worth My While TIKTOK Remix - IT'S ASHA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál