Elskar þegar flíkur passa ekki saman

Snjólaug Vala Bjarnadóttir er með töff fatastíl.
Snjólaug Vala Bjarnadóttir er með töff fatastíl. Ljósmynd/Aðsend

Snjólaug Vala Bjarnadóttir flutti til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan en þar sem hún starfar í „second-hand“ versluninni Keiko. Snjólaug Vala er ekki að eltast við dýrar og nýjar hönnunarvörur, henni finnst skemmtilegra að gramsa á flóamörkuðum og í búðum sem selja notaðan varning. 

Snjólaug Vala segir Dani hugsa mjög mikið um tísku og bendir á að það sé mikil hönnunarmenning í landinu bæði þegar kemur að tísku og arkitektúr. „Ég fíla hvað Danir eru yfirleitt praktískir í klæðavali, enda er það nauðsynlegt ef maður gengur og hjólar allt sem maður fer. Ég held að tískubransinn og fatastíll íslendinga sé undir miklum áhrifum frá Kaupmannahöfn. Ég hugsa þó að í stærri borgum sé alltaf aðeins meiri fjölbreytni í klæðavali en á Íslandi,“ segir Snjólaug Vala sem starfaði meðal annars við stíliseringu og sem plötusnúður á Íslandi. 

Kaupmannahöfn fer vel með Snjólaugu Völu. Snjólaug er í skóm …
Kaupmannahöfn fer vel með Snjólaugu Völu. Snjólaug er í skóm frá Acne á myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Acne Studios í uppáhaldi

„Ég myndi segja að fatastíllinn minn sé mjög afslappaður en samt blandaður. Ég fæ innblástur úr öllum áttum og elska þegar hlutir eða flíkur passa ekki saman. Ég klæði mig ekki upp á hverjum degi og elska alveg jafn mikið að vera i jogginggalla eins og ég elska að vera í einhverju mega lúkki.“

Snjólaug Vala í skvísugallanum.
Snjólaug Vala í skvísugallanum. Ljósmynd/Aðsend

Hvert sækir þú innblástur?

„Ég nota Pin­t­erest mikið en fæ líka inn­blást­ur úr dag­legu lífi hvort sem það er úr tónlist, á næt­ur­klúbb­um eða frá vel dressuðum ömm­um á kaffi­hús.“

Snjóalug Vala er með afslappaðan stíl.
Snjóalug Vala er með afslappaðan stíl. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsmerki eða fatahönnuð?

„Ég sækist ekki mikið í að kaupa merki í dag en Acne Studios hefur verið uppáhaldsmerkið mitt i mörg ár. Mér finnst allt sem þau gera vera gullfallegt.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Sennilega Acne Studios Cropped-rykfrakkinn minn.“

Snjólaug Vala elskar skó.
Snjólaug Vala elskar skó. Ljósmynd/Aðsend

Elskar skó

Snjólaug Vala hefur verið með skódellu síðan hún var krakki og á gott skósafn. Eitt skópar er í sérstöku uppáhaldi núna. „Ég fékk mér þessa sætu hæla í Keiko og var í þeim um jólin og áramótin. Ég mun klárlega nota þá meira í sumar, þeir minna mig svolítið á Maison Margiela. Ég held mikið upp á þá.“

Uppáhaldsskóparið.
Uppáhaldsskóparið. Ljósmynd/Aðsend

Upp­á­haldsverslun Snjólaugar Völu er að sjálf­sögðu Kei­ko, búðin sem hún vinn­ur í. Hún er dug­leg að versla þar en finnst einnig skemmti­legt að heimsækja nytjamarkaði og loppubúðir em eru víða um Kaupmannahöfn.

Snjólaug Vala vinnur í versluninni Keiko í Kaupmannahöfn.
Snjólaug Vala vinnur í versluninni Keiko í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

„Ég reyni að vera skynsöm með hvað ég versla mér og nota vel fötin sem ég á. Second hand búðir og flóa­markaðir eru algjörlega málið. Það að róta og gramsa eftir gersemum er stór partur af fjörinu,“ seg­ir Snjó­laug Vala.

Að versla notað er skemmtileg iðja.
Að versla notað er skemmtileg iðja. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið?

„Mig langar í gömlu klassísku Adidas Adiletta-sandalana fyrir hitann í sumar.“

Í Kaupmannahöfn ræður praktískur en flottur stíll ríkjum.
Í Kaupmannahöfn ræður praktískur en flottur stíll ríkjum. Ljósmynd/Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál