Tískuhátíð eða öskudagsball í Tónabæ?

Flott eða ljótt?
Flott eða ljótt? Samsett mynd

Met Gala-viðburðurinn í New York er eins og grímuball ríka og fræga fólksins. Sumum tekst einstaklega vel til á rauða dreglinum en öðrum ekki. Það er einna helst eins og sumar stjörnur séu mættar til þess að slá köttinn úr tunnunni. 

Athafnakonan Kylie Jenner var á meðal þeirra sem var verst klædd en hún mætti í hvítum kjól frá Off-White. Kjóllinn minnti á brúðarkjól og til að toppa allt var hún með derhúfu með slöri. Hugsunin var þó falleg en það var fatahönnuðurinn Virgil Abloh sem hannaði kjólinn. Abloh lést í nóvember. 

Athafnakonan Kylie Jenner í brúðarkjól.
Athafnakonan Kylie Jenner í brúðarkjól. AFP

Ekki voru allir jafnhrifnir af fötunum sem fyrirsætan Emily Ratajkowski klæddist á rauða dreglinum. Fyrirsætan klæddist gömlum fötum frá Versace sem fyrirsætan Yasmeen Ghauri klæddist fyrst á tískusýningu árið 1992. Ratajkowski leit einna helst út fyrir að vera á leiðinni á kjötkveðjuhátíð eða á öskudagsball í Tónabæ. 

Fyrirsætan Emily Ratajkowski sýndi lit í Versace.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski sýndi lit í Versace. AFP

Hér fyrir neðan má sjá fleiri stjörnur sem hittu ekki í mark í ár

Fyrirsætan Cara Delevingne var í dragt en var gulllituð undir …
Fyrirsætan Cara Delevingne var í dragt en var gulllituð undir jakkanum. AFP
Tónlistarkonan Katy Perry var í Oscar de la Renta en …
Tónlistarkonan Katy Perry var í Oscar de la Renta en kjóllinn sló ekki í gegn. AFP
Fyrirsætan Winnie Harlow var í frumlegum kjól með furðulegt hárskraut.
Fyrirsætan Winnie Harlow var í frumlegum kjól með furðulegt hárskraut. AFP
Tónlistarkonan Billie Eilish í Gucci.
Tónlistarkonan Billie Eilish í Gucci. AFP
Leikkonan Maisie Williams var í svörtu og hvítu.
Leikkonan Maisie Williams var í svörtu og hvítu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál