Nýju búningarnir samstarf frá A til Ö

Systur á æfingu á sviðinu í Tórínó á fimmtudaginn.
Systur á æfingu á sviðinu í Tórínó á fimmtudaginn. Ljósmynd/ EBU / ANDRES PUTTING

Stílistinn Ellen Loftsdóttir sér um að Systur líti óaðfinnanlega út á sviðinu í Tórínó í næstu viku. Persónulegur stíll Siggu, Betu og Elínar fær að skína á sviðinu. Ellen segir að það hafi verið mikill fengur að fá hönnuðinn Darren Mark við gerð nýju búningana. 

„Við erum einstaklega heppin að hafa fengið til liðs við okkur hæfileikaríkan hönnuð að nafni Darren Mark og með sínu fallega auga aðstoðaði hann okkur við að skapa þennan hugarheim sem við leituðumst eftir í fatnaði þeirra,“ segir Ellen um nýju búningana. 

Voru Sigga, Beta og Elín með í ráðum við gerð nýju búninganna?

„Þetta er samstarf frá A-Ö. Mitt hlutverk sem stílisti er að fatnaður þeirra hjálpi þeim að skína sem skærast á sviðinu og hlusta á þarfir þeirra sem konur og listamenn,“ segir Ellen. 

Elín í nýja búningnum.
Elín í nýja búningnum. Ljósmynd/ EBU / ANDRES PUTTING

Systurnar voru hippalegar í Söngvakeppninni heima og segir Ellen að unnið hafi verið út frá sömu tilfinningu við gerð nýju búningana.

„Við erum að vinna með svipaða tilfinningu í fatnaði og við vorum með heima en höfum gefið því mun stærri og flottari upplyftingu sem hæfir þeim á stóra sviðinu.“

Beta flott á æfingu á fimmtudaginn.
Beta flott á æfingu á fimmtudaginn. Ljósmynd/ EBU / ANDRES PUTTING

Er mikið verið að strauja og þrífa í lok dags?

„Það er alltaf stór partur af mínu starfi að fara vel með fatnaðinn sem ég vinn með hverju sinni og sjá til þess að hann sé klár í slaginn á stóra kvöldinu.“

Hvernig er almennt stemningin í hópnum?

„Stemmningin er æðisleg í hópnum enda kannski ekki annað hægt þegar svona skemmtilegur og hæfileikaríkur hópur kemur saman í stórkostlegri borg sem Tórínó er,“

Hér glittir í Siggu í rauðum fötum.
Hér glittir í Siggu í rauðum fötum. Ljósmynd/ EBU / ANDRES PUTTING
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál