Eins og sparibaukur á rauða dreglinum

Rapparinn Cardi B á Met Gala hátíðinni 2022.
Rapparinn Cardi B á Met Gala hátíðinni 2022. AFP/Angela Weiss

Rapparinn Cardi B mætti vafin keðjum á Met Gala-hátíðina fyrr í vikunni. Keðjan sem kjólinn var gerður úr er hvorki meira né minna en 1,6 km á lengd eða ein míla. Cardi sagði Vouge frá kjólnum sem hún var í.

„Mér er sama hvað allir segja en þetta er tískukeppni og við ætlum að vinna,“ sagði Cardi um kjólinn.

Kjólinn minnir helst á það sem sést þegar þú tæmir …
Kjólinn minnir helst á það sem sést þegar þú tæmir sparibauk. AFP/Angela Weiss

Keðjurnar vou handsaumaðar á kjólinn og tók sú vinna 1.300 klukkutíma. Líkami Cardi var þakinn keðjum og Versace Medusa medalíum. Rapparinn og hönnuðurinn Donatella Versace mættu saman á rauða dregilinn. Þær komu keyrandi í blæjubíl sem var þakin hinu fræga, gyllta Barocco mynstri Versace. 

Cardi B ásamt Donatella Versace.
Cardi B ásamt Donatella Versace. AFP/Angela Weiss

„Hún er svo hugrökk að vera í þessum kjól, hann er svo þungur,“ sagði hönnuðurinn. „En sjáið þið hana, sjáið líkamann hennar, aðeins hún gæti verið í þessum kjól“.

Bakið á Cardi B var einnig þakið keðjum.
Bakið á Cardi B var einnig þakið keðjum. AFP/ Angela Weiss
mbl.is