Hver er best klædda manneskja landsins?

Falleg föt og fylgihlutir geta lífgað upp á tilveruna. Þau geta hresst okkur við þegar líf okkar verður nokkrum mínútum of leiðinlegt og goslaust. Falleg föt geta glatt augað og hvatt okkur til góðra verka. Sannleikurinn er þó sá að sumir hafa stjarnfræðilegan áhuga á fötum og klæðaburði á meðan öðrum gæti ekki verið meira sama.

Rannsóknir sýna að vel samsettur klæðnaður getur hjálpað fólki að ná meiri frama í lífinu. Fólk sem vill ná lengra á vinnumarkaði hefur notað fatnað grimmt til þess að komast þangað sem það vill komast. Auðvitað geta föt ein og sér ekki látið draumastarfið detta af himnum ofan, en ef hæfileikar og heppni eru til staðar, þá gæti þetta allt spilað saman á einstakan hátt og komið fólki lengra. 

Föstudaginn 20. maí kemur Smartlandsblaðið út en því blaði verður birtur listi yfir best klæddu manneskjur landsins. Þú getur lagt þitt af mörkum og kosið þinn fulltrúa HÉR.


 

mbl.is