Eurovision-kynnirinn í ítalskri hönnun

Ítalska tónlistarkonan Laura Pausini var í bleiku.
Ítalska tónlistarkonan Laura Pausini var í bleiku. Samsett mynd

Ítalska söngkonan Laura Pausini var einn af þremur kynnum í undankeppni Eurovision í Tórínío á þriðjudaginn. Pausini lætur ekki hvað sem er bjóða sér og var í glæsilegri bleikri hönnun frá Valentino, einu flottasta tískuhúsi í heimi. 

Bleiku kjólarnir sem Pausini klæddist á þriðjudagskvöldið voru allir frá Valentino. Nick Cerioni er stílisti Pausini og var henni til halds og traust þegar kom að því að velja föt fyrir kvöldin að því fram kemur á vef ítalska Vogue.

Bleiki liturinn fer Lauru Pausini vel.
Bleiki liturinn fer Lauru Pausini vel. AFP

Pierpaolo Piccioli, listrænn stjórnandi Valentino, er góður vinur Pausini. Stílistinn Cerioni segir að Piccioli hafi strax verið til í að klæða Pausini fyrir fyrsta kvöldið. Pausini var í litnum PP Pink sem til dæmis leikkonan Nicola Peltz-Beckham var í á Met Gala fyrr í maí. Fatahönnuðurinn leggur áherslu á að fötin aðlagist þeim sem klæðist þeim en ekki öfugt. Í tilviki Pausini fékk persónuleiki hennar að skína í gegn. 

Djarft og snjallt.
Djarft og snjallt. AFP

Pausini var einnig himinlifandi og segir Piccioli vera í miklu uppáhaldi. Bleiki liturinn fer henni afar vel og fær hárliturinn hennar að njóta sín. Hún segir heppni fylgja því að klæðast Valentino en hún vann Grammy-verðlaun þegar hún klæddist hönnun merkisins. Hún klæddist einnig kjól Valentino á Óskarsverðlaununum í fyrra en hún var tilnefnd fyrir lag sem hún sögn. 

Klassískt snið frá Valentino.
Klassískt snið frá Valentino. AFP
mbl.is