Heitustu förðunartrix sumarsins

Fyrirsætan Naomi Campell fór alla leið með steina tískuna hún …
Fyrirsætan Naomi Campell fór alla leið með steina tískuna hún er einnig með metalic augnskugga. AFP/Angela Weiss

Sumarið 2022 er hafið og með því koma nýjir tískustraumar. Mikil litagleði stjórnar förðunartísku sumarsins. Fallegur og látlaus grunnur húðarinar er allsráðandi. Kinnalitur er áberandi ásamt gljáa húðarinnar. Litaðir varalitir í rauðum og bleiktónum ásam varagljáa eða glossi. Augun eru stjörnur sumarsins og þar má sjá mikið um litaða augnskugga, augnblýanta, augnskrauti ásamt málm litum.

Hér má sjá hugmyndir sem þú gætir leikið eftir til þess að vera upp á 10 í sumar: 

Léttur farði á húðina ásamt heilsusamlegum gljáa. Þú ættir að hafa húðina eins náttúrulega og mögulegt er. Hér er til dæmis verið að vinna með hugmyndina um að líta út fyrir að vera óförðuð en vera samt helförðuð! 

Steinar og skraut á andlitið og í kringum augun eru móðins núna! Þú gætir leikið þetta eftir. 

Áberandi kinnalitur. Kinnalitur gefur andlitinu ferska og líflega áferð. Ef þú notar kinnalit sem er með fljótandi áferð færð þú meiri gljáa. Í sumar þarf ekki að spara kinnalitinn og hann má vera svoldið áberandi. 

Leikonan Emma Stone með áberandi roða í kinnum.
Leikonan Emma Stone með áberandi roða í kinnum. AFP/Angela Weiss

Blandaðu litunum saman. Notaðu nokkra liti saman og veldu ólíka liti til að ná fram ýktari áhrifum. Þetta er skemmtilega tíska sem gaman er að leika sér með. 

View this post on Instagram

A post shared by ARIEL (@makeupbyariel)

Málm augnskuggar. Gyllt, silfur, kopar og glansandi glimmer. Þeir sem eru ekki tilbúnir að nota æpandi liti geta prufað sig áfram með þessa tísku. 

Grafískir augnbýantar. Þú getur skipt svarta augnblýantinum þínum út fyrir líflegri lit í sumar. Það er hægt að nota lítið af honum eða fara alla leið og teiknað mynstur í kringum augun.

View this post on Instagram

A post shared by ARIEL (@makeupbyariel)

 Rauður varalitur er inni í sumar og því ættu aðdáendur slíkra lita að fara alla leið. 

Svartur augnblýantur í efri vatnslínuna er smart eins og sést hér! 

Bættu smá lit í augnförðun, bleikur, grænn og appelsínugulur eru áberandi í sumar. Þetta lífgar upp á einfalda förðun og gerir allt töluvert skemmtilegra. 

Neon litir á augun er heitasta tískan í dag. Þorir þú að prófa? 

View this post on Instagram

A post shared by Joey King (@joeyking)

mbl.is