Svartur eyeliner að syngja sitt síðasta

Ásthildur Gunnlaugsdóttir, stofnandi Mist & Co.
Ásthildur Gunnlaugsdóttir, stofnandi Mist & Co. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásthildur Gunnlaugsdóttir, förðunarfræðingur og stofnandi Mist & Co. hefur víðtæka þekkingu og reynslu úr snyrtivörubransanum. Ásthildur hefur starfað sem förðunarfræðingur til fjölda ára og þekkir það umhverfi jafn vel og handarbakið á sér. Fyrir um það bil ári síðan lét hún gamlan draum verða að veruleika og fór að framleiða burstahreinsi, sérætluðum förðunarburstum.  

„Mist & Co. er förðunarburstahreinsir framleiddur á Íslandi sem hreinsar förðunarbursta á mettíma. Þetta er formúla sem ég hafði verið að þróa í langan tíma og þegar heimsfaraldurinn skall á hafði ég nægan tíma og lét loksins verða að því að framleiða Mist & Co.,“ segir Ásthildur sem sá gap á íslenskum markaði í tengslum við förðunarburstahreinsa. 

Ævintýri Mist & Co. hefur gengið vonum framar að sögn Ásthildar en vörurnar eru nú til dæmis fáanlegar í stórmörkuðum á borð við snyrtivörudeildir Hagkaupa og í vefverslun Heimkaups, svo dæmi séu tekin.

Förðunarburstahreinsirinn frá Mist & Co. er framleiddur á Íslandi.
Förðunarburstahreinsirinn frá Mist & Co. er framleiddur á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásthildur er talsmaður þess að leyfa náttúrulegu útliti að njóta sín. Hún segir daglega förðun sína einkennast af léttu yfirbragði en þegar hún skellir sér út á lífið, bætir hún örlítið í förðunina.

„Dagsdaglega farða ég mig frekar létt,“ segir Ásthildur. „Ég nota yfirleitt CC-kremið frá IT Cosmetics, kinnalit og bronzer í kremformi og glært púður yfir. Svo fylli ég oftast aðeins í augabrúnirnar, set ljósbrúnan eyeliner á augun og maskara,“ segir hún um hversdagsförðunina. „Þegar ég farða mig fyrir fínni tilefni þá nota ég farða frá RCMA sem ég nota einnig mikið í brúðarfarðanir sem ég tek að mér,“ útskýrir Ásthildur en starf hennar felst aðallega í því að farða og stílisera fyrir brúðkaup sem erlend brúðhjón kjósa að halda á Íslandi. 

„RCMA farðinn er í pallettum með alls konar litum sem maður þarf að blanda sjálfur,“ bendir hún en kosturinn við að blanda nokkrum litum og förðum saman er sá að litatónn hvers og eins næst mun frekar. „Síðan nota ég krembronzer frá Chanel og kinnalit í stiftformi. Mér finnst gott að nota augnskugga-stick í grunninn og toppa það svo yfir með fallegum, glitrandi augnskugga. Svo toppa ég lúkkið með brúnum eyeliner, maskara og jafnvel nokkrum stökum gerviaugnhárum,“ segir Ásthildur.

Farðapallettuna frá RCMA notar Ásthildur mikið á sjálfa sig og …
Farðapallettuna frá RCMA notar Ásthildur mikið á sjálfa sig og viðskiptavini sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásthildur segist ekki taka sér neitt sérstaklega langan tíma í að gera sig til á hefðbundnum hversdegi en fyrir fínni tilefni geti það tekið hana upp undir klukkustund að vera græjuð frá toppi til táar. Hún segist eiga það til að vera mikill nautnaseggur en reglulegar baðferðir eru hluti af daglegri rútínu Ásthildar. Þar segist hún ná að rækta líkama og sál og njóta vellíðunar fjarri daglegu amstri.

„Dagsdaglega er ég kannski um það bil 10 mínútur að hafa mig til,“ segir Ásthildur sem dekrar við sig á hverjum degi með því að fara í bað. „Mér finnst gott að fara í bað einu sinni á dag og taka því rólega. Þegar ég vil hafa það extra kósý þá set ég eitthvað gott baðsalt út í og reyni að njóta.“

Ásthildur segist vera um það bil 10 mínútur að græja …
Ásthildur segist vera um það bil 10 mínútur að græja sig inn í daginn. Geri aðrir betur! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með hvaða hætti hugsar þú um húðina?

„Ég er mjög meðvituð um húðumhirðu og er alveg veik fyrir að prófa nýjar spennandi vörur. Ég nota Retinol á kvöldin og passa að hreinsa húðina vel á undan. Á morgnana byrja ég á því að hreinsa húðina, set augnkrem, gott serum og nærandi andlitskrem með sólarvörn,“ segir hún og mælir með að undirbúa húðina vel áður en farði er borinn á. 

„Mitt helsta húðvörutips er samt að hugsa fyrst og fremst um hreinlæti. Það er mikilvægt að nota alltaf hreina förðunarbursta til dæmis. Það er svo galið að hugsa út í það hversu miklum tíma maður eyðir í að hreinsa á sér húðina og nota góðar og jafnvel dýrar húðumhirðuvörur og enda svo á því að nota óhreina förðunarbursta yfir það sem maður var að hreinsa,“ segir Ásthildur og bendir jafnframt á að hreinir förðunarburstar ná að umbreyta áferð húðar og farðans. 

Hreinir förðunarburstar gera áferð á húð og farða algerlega flekklausa.
Hreinir förðunarburstar gera áferð á húð og farða algerlega flekklausa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég mæli með að preppa húðina vel fyrir förðunina með góðu kremi og nota hreina förðunarbursta til að ná fullkominni áferð farðans.“

Hvernig „look“ eru í tísku núna að þínu mati?

„Ég myndi segja náttúruleg, ljómandi förðun með smá statementi á augun. Kinnaliturinn hefur líka sjaldan verið jafn vinsæll og nú og svo mjög létt skygging á andlit og augu. Þetta er eitthvað sem ég held að geti ekki klikkað núna,“ segir hún og vill meina að tími ýkta eyelinerins hafi runnið sitt skeið á enda.

„Það helsta sem kemur upp í hugann og ég tel vera svolítið búið eru ýktir svartir eyelinerar með miklum væng, rosalega ýkt gerviaugnhár og verulega mattir varalitir,“ segir hún og fer ekki ofan af því að náttúruleg förðun sé klassísk og algerlega hennar uppáhalds förðunartrend.  

Snyrtivörurnar sem Ásthildur notar hversdagslega búa yfir ljóma og náttúrulegri …
Snyrtivörurnar sem Ásthildur notar hversdagslega búa yfir ljóma og náttúrulegri ásýnd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftirlætis snyrtivörur Ásthildar eru nokkrar talsins og eitt og annað sem er ómissandi í hennar snyrtibuddu. Ásthildur segist vera mjög hrifin góðum grunnum sem rækta og næra húðina enda leggur hún allt sitt kapp á að hugsa vel um húð sína.

„Advanced Night Repair frá Estée Lauder og Buffet + Copper Peptides frá The Ordinary eru mín uppáhalds serum. Góð serum eru alltaf í uppáhaldi hjá mér,“ segir hún. „Svo á ég einn uppáhalds varalitablýant frá Makeup forever í litnum Completely Sepia sem er svo náttúrulegur og fallegur með léttu glossi. Ég þarf alltaf að eiga einn svoleiðis í töskunni.“ 

Mist & Co. förðunarburstahreinsarnir innihalda einstaka formúlu sem hreinsar burstana …
Mist & Co. förðunarburstahreinsarnir innihalda einstaka formúlu sem hreinsar burstana á mettíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is