Gifti sig í óhefðbundnum brúðarkjól

Nýbökuðu hjónin Kourtney Kardasian og Travis Barker.
Nýbökuðu hjónin Kourtney Kardasian og Travis Barker. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker gengu formlega í hjónaband í Santa Barbara um helgina. Kjóll brúðarinnar var nokkuð óhefðbundinn og í styttra lagi miðað við flesta brúðarkjóla. 

Kjóllinn var frá ítölsku félögunum Dolce og Gabbana og því af bestu gerð. Kjóllinn líktist einna helst undirkjól, bæði stuttur og með brjóstahaldara. Á miðjum kjólnum var blæðandi hjarta. Til þess að gera brúðarfatnaðinn aðeins hefðbundnari var Kardashian með mikið slör en með óvenjulegar grifflur. Við kjólinn var hún í svörtum pinnahælum. 

Eiginmaður Kardashian klæddist svörtum jakkafötum. 

Kourtney Kardashian á brúðkaupsdaginn.
Kourtney Kardashian á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Ástar­saga hjón­anna hófst í byrj­un árs 2021 og trú­lofuðu þau sig nokkr­um mánuðum síðar, í októ­ber það sama ár. Þau giftu sig fyrir nokkrum vikum í El­vis-kap­ell­u í Las Vegas. Það var hins vegar ekki löglegt brúðkaup. Talið er að parið ætli að gifta sig aftur eða í það minnsta halda glæsilega brúðkaupsveislu seinna. 

mbl.is