Kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi er hafin í öllu sínu veldi. Stærstu stjörnur heims eru mættar á frönsku riveríuna með guðdómlega kjóla í töskunum. Á opnunardegi hátíðarinnar sló bandaríska leikkonan Eva Longoria í gegn.
Longoria stal senunni í svörtum og kynþokkafullum kjól frá ítalska hátískumerkinu Alberta Ferretti. Kjóll Longoriu var hálfgegnsær en þrátt fyrir það mjög fágaður fyrir rauða dregilinn í Cannes. Við kjólinn var Longoria með þröngt hálsmen með þykku flauelsbandi og demantshring í miðjunni frá skartgripaframleiðandanum Chopard.