Áskorun að vera pæja í íslensku veðri

Markaðsfulltrúinn Elma Dís Árnadóttir segir það vera áskorun að vera …
Markaðsfulltrúinn Elma Dís Árnadóttir segir það vera áskorun að vera pæja í íslensku veðurfari. Hún lætur þó engan bilbug á sér finna og klæðir sig upp í litríkar og glitrandi flíkur þó úti sé stormur og él. mbl.is/Árni Sæberg

Elma Dís Árnadóttir er 26 ára tískuunnandi sem elskar að klæða sig upp og vill helst vera hring á hverjum fingri öllum stundum. Elma, sem er markaðsfulltrúi hjá Sky Lagoon, tjáir sig í gegnum fatnað og þegar hún þurfti að vinna heima í faraldrinum byrjaði hún að klæða sig upp til að tapa ekki gleðinni. 

Auk þess að vera mikil tískudrottning elskar Elma að elda og dansa, sama hvort það er á Beyoncé dansnámskeiði í Kramhúsinu, skemmtistöðum bæjarins eða í eldhúsinu heima hjá sér. Smartland fékk að kíkja í fataskáp Elmu. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Litríkur og glitrandi. Ég klæðast allskonar mismunandi litum, mynstrum og vil helst vera öll glitrandi af skarti eða pallíettum. Mér finnst ólýsanlega gaman að tjá mig í gegnum fatnað. Þegar ég byrjaði að vinna heima í Covid reyndi ég ávalt að klæða mig í eitthvað skemmtilegt svo ég myndi nú ekki tapa gleðinni. Það mætti því segja að þegar allir byrjuðu að púsla í Covid púslaði ég bara saman fötum í staðin.“ 

Jakkinn er úr Gyllta kettinum, skyrtan Hertez, buxurnar úr Aritzia …
Jakkinn er úr Gyllta kettinum, skyrtan Hertez, buxurnar úr Aritzia og hælanir frá Public Desire. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig föt klæða þig best? 

„Ég myndi segja bara flest allt nema vínrautt. Mér hefur alltaf þótt það skipta mestu máli að líða vel í því sem þú klæðist og þá ertu fabjúlös, sama í hverju þú ert. Það fylgir því líka svo mikið sjálfstraust þegar þú klæðir þig eins og þér finnst flottast.“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Jökkum og skóm, það eru klárlega bæði mínir styrkleikar og mínir veikleikar, þar sem ég á mjög erfitt með að labba í burtu frá fallegu skópari eða guðdómlegum kápum og jökkum.“

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það er voðalega misjafnt. Mér þykir mjög sniðugt að vera með eitthvað tvennt eða þrennt í stíl, eins og svipuð eða sama litasamsetning á tösku og skóm. Ég er líka alltaf með skartgripi og þá helst marga eyrnalokka og hringi á nánast öllum tíu fingrunum. Ég myndi segja að mín helsta áskorun sé að reyna að vera pæja í íslensku veðurfari. Þar fæ ég oft aðstoð frá litríkum treflum og peysum.“

Buxurnar eru frá Hojsberg, kápan úr Gyllta kettinum og skórnir …
Buxurnar eru frá Hojsberg, kápan úr Gyllta kettinum og skórnir frá Jodis. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ferð eitthvert fínt?

„Þá dreg ég oftast fram pallíetturnar og ýkta, flotta eyrnalokka.“

Hvað er að finna í fataskápnum þínum?

„Alla regnbogans liti og ég myndi segja mikið af grúví 70's mynstruðum skyrtum.“ 

Verstu fatakaupin?

„Óþægilegir skór. Ég verð aldrei sammála staðhæfingunni „beauty is pain“.Það er alltaf jafn erfitt að horfa upp á fallegu skóna sem þú keyptir í ölæði og veist vel að þú endist aðeins í þeim í 10 mínútur.“

Elma Dís byrjaði að púsla saman fötum í heimsfaraldrinum og …
Elma Dís byrjaði að púsla saman fötum í heimsfaraldrinum og klæddi sig upp á hverjum degi. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu fatakaupin?

„Kápurnar mínar úr Gyllta kettinum, enda alveg gullfallegar. Ég kaupi mjög mikið notað og ég fer sjaldnast út úr Gyllta kettinum tómhent.“

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

„Ég er dugleg að gefa og selja af mér spjarirnar, svo þau tískuslys sem ég hef lent í eru nú bara í höndum einhvers annars. Tískuslysin mín verða oftast til ef ég reyni að elta einhverja tískustrauma og er ekki samkvæm sjálfri mér. Mér finnst þó að maður eigi frekar að prófa eitthvað nýtt og misheppnast en að sleppa því.“

Hvað myndir þú aldrei fara í?

„Sokka og sandala saman.“

Buxurnar og jakkann fékk Elma í Spúútnik en hælarnir eru …
Buxurnar og jakkann fékk Elma í Spúútnik en hælarnir eru frá 38 Þrepum. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf?

„Örugglega ekkert, ég prófa allt og svo verður rest bara að koma í ljós.“ 

Hvað er á óskalistanum fyrir vorið?

„Ég sé fram á frábært sólríkt vor berleggja í happy hour. Ætla ég því að finna mér fallega litríka kjóla og pils.“

Uppáhaldsmerki?

„Ég er ekki mikið í merkjunum en ég er oft dolfallin yfir fallegum töskum. Þar er ég mikill aðdándi Dior, Prada og Paco Rabanne. Ef ég ætlaði að velja mér föt, væru það Rotate, Yeoman, Stine Goya og Off white.“

Buxurnar fann Elma á fatamarkaðnum við Hlemm en jakkann í …
Buxurnar fann Elma á fatamarkaðnum við Hlemm en jakkann í Rauða krossinum. mbl.is/Árni Sæberg

Uppáhaldslitir?

„Bleikur og skærgulur.“

 Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Dior saddle bag og Paco Rabanne 1969 tösku.“

Hælarnir eru frá 38 Þrepum.
Hælarnir eru frá 38 Þrepum. mbl.is/Árni Sæberg
Kápan er úr Topshop, gallabuxurnar Levis, skórnir af Asos og …
Kápan er úr Topshop, gallabuxurnar Levis, skórnir af Asos og gleraugun úr Spúútnik. mbl.is/Árni Sæberg
Elma Dís elskar skart og glingur.
Elma Dís elskar skart og glingur. mbl.is/Árni Sæberg
Elma fellur oft fyrir fallegum hælum.
Elma fellur oft fyrir fallegum hælum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál