Bobbi Brown í TikTok drama

Skjáskot/TikTok

Það var mikill hiti á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum þegar TikTok stjarnan Meredith Duxbury birti myndband af sér að prófa farða úr nýrri vörulínu Bobbi Brown, Jones Road. Duxbury, sem er 23 ára, hefur náð miklum vinsældum á TikTok þar sem hún er með 15 milljónir fylgjenda. 

Duxbury hefur vakið mikla athygli fyrir frekar óvenjulegar aðferðir sínar við það að setja á sig farða. Hún notar hvorki bursta né svamp heldur setur hún heilmikinn farða í lófana og makar yfir andlitið. 

Á dögunum prófaði hún nýja vöru frá Bobbi Brown sem kallast What the foundation. Duxbury notaði sína hefðbundnu aðferð til að bera vöruna á sig og sagðist vera síður en svo hrifin af henni. Margir fylgjendur hennar reiddust í kjölfarið og sögðu hana ekki hafa gefið vörunni möguleika. Um er að ræða litað dagkrem og fylgjendur hennar urðu því ósáttir við aðferðir hennar við að bera hana á sig.

@meredithduxbury

I’m gonna have to pass….😭😅🥴

♬ Love You So - The King Khan & BBQ Show

Það kom svo mörgum á óvart þegar förðunardrottningin sjálf, Bobbi Brown, svaraði fyrir sig á TikTok með myndskeiði þar sem hún prófar aðferð Duxbury. Eins og sést á myndbandinu er hún ekki hrifin af aðferðinni. 

@justbobbibrown How did I do?? Applying Jones Road’s light to medium coverage What The Foundation 🤣😅 #foundation #foundationhack #foundationroutine ♬ original sound - Bobbi Brown
mbl.is