„Ég er með mjög mikið blazer-blæti“

Sæunn Ása Ágústsdóttir er alger skvísa.
Sæunn Ása Ágústsdóttir er alger skvísa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæunn Ása Ágústsdóttir, aðstoðamaður á bráðamóttöku Landspítalans, er með skemmtilegan og skvísulegan fatastíl. Sæunn segist hafa ástríðu fyrir því að klæða sig upp og líta vel út en í vinnunni getur hún þó ekki klæðst hverju sem er. Nýtur hún tækifærið utan vinnutímans vel til þess að klæðast sínu fínasta pússi. 

Sæunn er ein þeirra fjölmargra sem starfa á bráðamóttökunni og líkar henni starfið vel. Hún hefur þó fundið sérstaklega vel fyrir auknu álagi í starfi sínu þar síðustu misseri en það hefur þó ekki dregið úr áhuga hennar því hún stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust.

Flest fötin sem hanga inni í skáp hjá Sæunni eru …
Flest fötin sem hanga inni í skáp hjá Sæunni eru í jarðarlitum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er búin með tvö ár í lögreglufræði en ég ætla í hjúkrunarfræði í haust,“ segir Sæunn og hefur í hyggju að breyta um námsleið. „Allt fólkið sem vinnur á bráðamóttökunni er einstakt. Mig langar að nýta tækifærið og gefa því öllu risastórt hrós. Það er erfitt að finna nógu gott lýsingarorð yfir allt þetta góða fólk,“ segir Sæunn Ása sem þykir allt í senn gaman, gefandi og krefjandi að vinna á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Það kennir ýmissa grasa í fataskáp Sæunnar Ásu en hún segist þó vera mjög vandvirk þegar kemur að því að fjárfesta í fötum. 

„Ég vanda valið vel þegar ég versla mér nýjar flíkur. Flest fötin mín eru svört, brún eða beige-lituð,“ segir Sæunn sem seint verður talin litrík í fatavali.

„Mér finnst alltaf mjög fallegt að sjá aðra í litríkum flíkum en finnst það í flestum tilfellum ekki fara mér vel að klæðast litum,“ segir hún. „Ég er alltaf að reyna að klæðast litum. Það er ein og ein flík sem mér finnst fara mér en oftast horfi ég á mig í speglinum og finnst hann nánast segja við mig: „Nei, Sæunn. Farðu og skilaðu þessu,“ segir hún og hlær.

Sæunn fellur fyrir einni og einni flík í lit en …
Sæunn fellur fyrir einni og einni flík í lit en oftast lítur hún ekki við litríkum flíkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

„Það er ekkert slys eins og er í mínum skáp. Ég er mjög dugleg að fara yfir fataskápinn minn og kíkja með flíkur, sem mér finnast ekki flottar lengur eða er komin með leið á, í Extraloppuna,“ segir Sæunn. 

Sæunn Ása hvetur fólk til að vera samkvæmt sjálfu sér þegar kemur að fatnaði og tísku. Það að tolla í tískunni á ekki við um alla þar sem tískan er síbreytileg og getur þar af leiðandi ekki fallið í geð allra öllum stundum. Sæunn segist vera með sjálfstæðan fatastíl þar sem hún getur blandað saman því sem er „inn“ og því sem er „út“ eftir sínu höfði.

„Ég reyni ekkert endilega að tolla í tískunni. Ef það dettur eitthvað í tísku sem mér finnst fallegt og henta mér og mínum stíl þá hika ég ekki við að næla mér í það,“ segir hún.

Sæunn segist vera sjúk í blazer-jakka. Gallabuxur, bolur og blazer-jakki …
Sæunn segist vera sjúk í blazer-jakka. Gallabuxur, bolur og blazer-jakki er samsetning sem hún gengur langoftast í. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tíska er bara ákveðin vinsældarbylgja sem kemur og fer. Fólk á ekki að vera feimið við að kaupa sem það langar til og þykir flott þó svo að það sé ekki endilega í tísku. Fólk á að vera óhrætt við að skapa sína eigin tísku,“ segir Sæunn Ása. „Ef það sem er svo í tísku er eitthvað sem hentar þér vel eða þér finnst flott þá er um að gera að stökkva á það en ekki vera undir einhvers konar pressu um að þurfa að tolla í tískunni.“

Sæunn segist ekki eiga í vandræðum með að finna út úr því hverju hún eigi að klæðast hverju sinni. Hún er sjálfsörugg og kann inn á fatastílinn sinn.

„Ég er nokkuð örugg með mig. Það koma auðvitað alveg dagar þar sem ég get orðið eitt stórt spurningamerki og komin með góða hrúgu á stólinn minn inni í herbergi en oftast veit ég nákvæmlega upp á hár hvernig ég á að klæða mig,“ segir Sæunn en það er löngu vitað að sjálfsöryggið klæðir alla best og það kaupir maður ekki út úr búð.

Sæunn Ása vinnur á bráðamóttökunni og nýtur hún hvert tækifæri …
Sæunn Ása vinnur á bráðamóttökunni og nýtur hún hvert tækifæri til að klæða sig upp utan vinnutíma. mbl.it/Eggert Jóhannesson

Hvernig föt klæða þig best?

„Ég myndi segja að buxur, casual bolur og blazer-jakki sé samsetning sem fer mér best,“ segir Sæunn sem segist eiga dágott safn af alls konar blazer-jökkum. „Ég er með mjög mikið blæti fyrir blazer-jökkum. Ég á svo marga að ég get alla vega ekki talið þá á fingrum annarrar handar, þeir eru fleiri en það. Góður blazer-jakki er eins og fá sér einn ískaldan á góðum sumardegi - sem sagt klikkar aldrei,“ segir hún og hlær. 

Þegar Sæunn Ása fær færi á að klæða sig upp fyrir fín tilefni reynir hún eftir fremsta megni að vera búin að finna fyrirfram eitthvað skothelt til að klæðast. Annars á hún það til að lenda í vandræðum.

Sæunn segist ekki elta tískustrauma. Hún er óhrædd við að …
Sæunn segist ekki elta tískustrauma. Hún er óhrædd við að vera í þeim flíkum sem henni geðjast hverju sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru þessir dagar sem það getur farið að safnast aðeins á stólinn,“ viðurkennir Sæunn, sem þarf þá að máta nokkur dress áður en hún tekur lokaákvörðun um það í hverju hún fari. „Ég reyni að finna mér eitthvað fyrirfram og það yfirleitt klikkar ekki. Ef ég er að fara á árshátíð eða þess konar viðburði þá myndi ég líklegast finna mér einhvern flottan kjól en fyrir önnur tilefni eru það yfirleitt bara sætir toppar, loose buxur og góður jakki,“ segir hún en hennar eftirlætis flík er blazer-jakki sem hún keypti í Zöru fyrir mörgum árum síðan.

„Hann er mikið notaður. Það skiptir engu máli hvort ég sé að fara eitthvað fínt eða bara casual. Hann gengur við allt,“ segir Sæunn. 

Flottar töskur eru ekki af skornum skammti í fataskáp Sæunnar.
Flottar töskur eru ekki af skornum skammti í fataskáp Sæunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hver eru þín verstu fatakaup? 

„Eins og ég segi, þá er ég yfirleitt mjög vandvirk þegar ég versla mér föt en ætli verstu kaupin séu ekki buxur sem ég keypti mér einu sinni. Mér fannst þær sjúklega flottar og fannst þær passa fullkomlega á alla vegu nema þær voru pínu stuttar á mig. Ég keypti þær samt því þær voru svo flottar. Síðan ætlaði ég að fara í þær en þá fannst mér þær svo asnalega stuttar á mér en ég hætti ekki að reyna að fara í þær, prófaði þær nokkrum sinnum áður en ég áttaði mig á því að ég væri aldrei að fara nota þær,“ útskýrir Sæunn sem segist vera frekar hávaxin.

„Það getur stundum verið smá basl fyrir hávaxna konu eins og mig að finna flottar buxur í góðri sídd,“ segir Sæunn. „Hver kannast ekki líka við það að horfa á gamlar myndir og hugsa: „Jesús minn, hver hleypti mér út í þessu!“ ég hef gert það skömmustulega oft og held alltaf í þá von að síddin muni ekki pirra mig og að þetta sé alveg að lúkka,“ segir Sæunn Ása hlæjandi.

Fallegar handtöskur setja svip á heildarútlið.
Fallegar handtöskur setja svip á heildarútlið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sæunn segist vanda valið þegar hún kaupir sér eitthvað nýtt.
Sæunn segist vanda valið þegar hún kaupir sér eitthvað nýtt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sæunn á dágott safn af fallegum skartgripum.
Sæunn á dágott safn af fallegum skartgripum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er auðvelt að falla fyrir sætum demantshringum.
Það er auðvelt að falla fyrir sætum demantshringum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sæunn skartar oft smekklegum og fínum hálsfestum sem ganga við …
Sæunn skartar oft smekklegum og fínum hálsfestum sem ganga við flest. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál