Brúðgumar þurfa líka að hugsa um húðina

Brúðgumar til sjávar og sveita þurfa líka að hugsa um húðina fyrir stóra daginn. Birkir Már Hafberg förðunarmeistari gefur góð ráð fyrir þá sem vilja ekki vera goslausir og líflausir þegar þeir kvænast ástinni.

Guess Clean Rejuvenating Face Wash

Það er mikilvægt að þrífa húðina kvölds og morgna. Helst alla daga en sérstaklega í aðdraganda brúðkaups. Þessi andlitshreinsir inniheldur argan olíu og aloe vera sem róar húðina og er því fullkominn eftir rakstur.

Guess Protect Hydrating Face Moisterizer

Hvern dreymir ekki um rakakrem sem verndar húðina og gefur henni orkuskot! Kremið inniheldur koffín sem lífgar upp á húðina. Hver þarf ekki á því að halda?

Shiseido Men Total Revitalizer Eye Cream

Augnkrem sem minnkar ummerki þreytu og lýsir augnsvæðið kemur að góðum notum á stórum dögum eins og brúðkaupsdögum. Formúlan inniheldur níasínamíð sem hvetur til aukinnar kollagenframleiðslu á augnsvæðinu.

Shiseido Skin Correcting GelStick Concealer

Gelkennd áferð og rakagefandi formúla sem endist í allt að 24 klukkustundir. Áferðin er mjög náttúruleg og því fullkomin til að hylja bólur, fela dökka bauga eða roða í húðinni.

Chanel Bleu De Chanel

Það er mikilvægt að velja réttan ilm fyrir stóra daginn. Bleu De Chanel-ilmurinn frá Chanel er tímalaus. Ilmurinn inniheldur bæði viðar- og arómatískar nótur með léttum sítrusferskleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál