Farðalaus ásýnd að hætti Ísaks

Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.
Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.

Auðvelt getur verið að þekja andlitið farða og afmá öll ummerki misfellna en oft getur minna verið meira. Ísak Freyr Helgason, einn farsælasti förðunarfræðingur landsins, er sannarlega meistari í að jafna húðina og gera hana fallegri ásýndum án þess að hún virki of förðuð. 

„Ég byrja yfirleitt á því að nota rakamikil eða feit krem, til dæmis nota ég mikið nýja EGF Power Cream frá Bioeffect, Skin Food frá Weleda eða Rose Day Cream frá Dr. Hauschka.

Það er mikilvægt að fylla húðina raka og næra hana, nudda húðvörurnar vel inn í hana og þá verður hún strax þrýstnari og áferðarfallegri,“ segir Ísak, aðspurður hvernig best sé að byrja á því að skapa náttúrulega förðun. Hann segist frekar nota góð andlitskrem í stað farðagrunna þegar hann er að skapa náttúrulega förðun, en þannig blandast farðinn húðinni betur að hans sögn.

Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi.
Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi.

Blandar saman vörum fyrir fullkomna áferð

Hann notar ekki hefðbundinn farða heldur blandar hann saman þremur vörum sem að hans mati skapa sérlega náttúrulega ásýnd. „Mér finnst alltaf gaman að blanda saman vörum og skapa þannig réttu áferðina sem ég leita að. Þessa dagana blanda ég saman einni pumpu af Skin Feels Good-farðanum frá Lancôme, tveimur dropum af Bronzing Gel frá Sensai og dassi af fljótandi ljóma frá Armani sem nefnist Fluid Sheer Glow Enhancer,“ útskýrir Ísak en segir um leið að sér finnist liturinn BG61 af Bronzing Gel frá Sensai virka best í þessari blöndu. „Þegar ég er búinn að bera þetta á húðina þá dýrka ég að spreyja Fix+ Magic Radiance frá MAC yfir allt andlitið en það er nærandi andlitssprey sem er rakagefandi og inniheldur til dæmis C-vítamín og hýalúrónsýru,“ segir hann.

Notar allt sem er kremkennt

Við þekkjum flest þreytulega ásýnd augnsvæðisins og þann bláma sem kann að myndast þar undir. Ísak segist mikið nota Touche Éclat frá Yves Saint Laurent, hyljarann sem margir þekkja einfaldlega sem gullpennann, og blandar honum saman við ferskjulitaðan kremaugnskugga frá Shiseido til að fríska upp á augnsvæðið og fela bauga. Spurður um bestu hyljarana fyrir þá sem eru ekki jafn öruggir að blanda saman vörum, þá svarar Ísak: „Ég elska hyljarana frá Clé de Peau, hef notað þá í mörg ár, en ég nota allt sem er kremkennt. Allt sem heitir matt, þá hleyp ég burt.“

Kinnalitur frekar en sólarpúður

Þegar Ísak er beðinn um að nefna sólarpúður, sem gott er að nota til að fá aukna hlýju í andlitið, þá kemur svarið á óvart: „Ég er mun meira fyrir kinnaliti heldur en sólarpúður, líkt og venjan er í Frakklandi. Það er mikilvægt að vera með smá lit í kinnum og ég nota gjarnan ferskjulitaða kinnaliti,“ segir hann en ferskjulitaðir tónar veita andlitinu oft náttúrulegri hlýju frekar en sólarpúður. Í þau skipti sem Ísak notar sólarpúður segist hann gjarnan nota sólarpúðrið frá NARS.

Fer alltaf aftur í Armani-farðana

Ísak á farsælan feril að baki en hann hefur verið búsettur í London frá árinu 2010. Hann hefur farðað fyrir tímarit á borð við Vogue og ELLE, farðað stórstjörnur á borð við Katy Perry og Dua Lipa og farðað fyrir hinar ýmsu auglýsingaherferðir. Ávallt tekst Ísaki að framkvæma farðanir þar sem húðin er einstaklega falleg. Blaðamaður var því forvitinn að vita að lokum hvort það væru ákveðnar vörur eða vörumerki sem stæðu alltaf fyrir sínu? „Ég prófa mikið af vörum í starfi mínu en ég fer alltaf aftur í Armani-farðana, það er eitthvað við áferðina,“ svarar Ísak en að auki nefnir hann Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden: „Ég nota það gamla og góða krem til að fá aukinn ljóma í húðina á tilteknum svæðum,“ nefnir hann að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál