Er nauðsynlegt að léttast fyrir svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort það sé nauðsynlegt að léttast fyrir svuntuaðgerð. 

Sæl Þórdís. 

Ef ég er ekki í kjörþyngd og vil fara í svuntuaðgerð, er nauðsynlegt að léttast fyrir aðgerðina?

Kær kveðja, 

MN

Sæl MN. 

Ég mæli alltaf með að vera sem næst sinni kjörþyngd þegar framkvæmd er svuntuaðgerð. Ef einhver aukakíló eru til staðar, þá skiptir máli hvar þessi kíló liggja! Ef um innanfitu (innan við vöðvalög) er að ræða, þá verður stundum árangurinn af svuntuaðgerð ekki góður. Þá getur „efri maginn“,  maginn ofan við naflann, orðið framstæður. 

Kær kveðja, 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál