Heimagerð brúðargreiðsla

Ljósmynd/Kári Sverriss

Þegar kemur að stóra deginum skiptir hárið töluverðu máli. Allt á að vera fullkomið en þær sem eru vanar að græja hárið á sér á hverjum degi og vilja ekki of mótaða hárgreiðslu geta hæglega gert það sjálfar.

Krullujárn frá HH Simonsen er hið mesta þarfaþing ef þú …
Krullujárn frá HH Simonsen er hið mesta þarfaþing ef þú ætlar að vera eins og sparidruslan í The Duchess eða Emily in Paris.

Best er að byrja á að þvo hárið með sjampói og næringu. Svo er gott að úða hitavörn í hárið og setja Texturising Volume Spray frá Label M í rótina til þess að fá meiri lyftingu. Til að fá almennilega lyftingu er best að hvolfa höfðinu og blása hárið þannig. Þegar rótin er orðin þurr er fínt að snúa sér við og klára að blása hárið með krullubursta.

Þegar allt hárið er orðið þurrt er krullujárninu stungið í samband. Ég notaði Rod 4 frá HH Simonsen. Það er keilujárn sem ég nota yfirleitt á hverjum degi og ákvað að nota þennan dag líka. Þegar krullujárnið var orðið heitt skipti ég hárinu upp í sirka átta hluta og krullaði það, lokk fyrir lokk. Til þess að koma slörinu fyrir varð ég að taka hárið frá andlitinu og túbera vel svo slörið héldist. Svo þurfti bara að koma slörinu fyrir og bingó!

Ljósmynd/Kári Sverriss
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál