Vekur athygli í rándýrum kjól

Albert prins og Charlene prinsessa.
Albert prins og Charlene prinsessa. AFP

Charlene prinsessa er snúin aftur í sviðsljósið með afgerandi hætti. Hún hefur ekki slegið feilnótu hvað klæðaburð varðar og veitir Letiziu Spánardrottningu harða samkeppni um að vera talin best klædd af evrópska kóngafólkinu.

Nú síðast heillaði hún alla í fagurgrænum síðkjól frá tískuhúsinu Lanvin. Kjóllin kostar litlar 2700 pund eða um 400 þúsund íslenskar krónur. Kjóllinn er mjög sígildur í útliti með rykkingum á öxlinni og pífum í pilsfaldinum og hentar sniðið hvaða vaxtarlagi sem er. Kjóllinn er sagður hannaður út frá gömlum teikningum tískuhússins og endurspeglar hann því vel sögu og áherslur Lanvin í gegnum tíðina.

Við kjólinn bar hún síða eyrnalokka sem gefa gott mótvægi við stuttklippt hárið og var í látlausum gullskóm við. Aðdáendur á samfélagsmiðlum létu ekki sitt eftir liggja og voru almennt á einu máli um hversu vel prinsessan leit út. 

Þá þykir það einkar ánægjulegt að sjá geisla af henni en hún hefur glímt við afar erfið veikindi sem tók mikið frá henni andlega og líkamlega. 

Charlene prinsessa þótti glæsileg til fara í fagurgrænum kjól.
Charlene prinsessa þótti glæsileg til fara í fagurgrænum kjól. AFP
Það fór vel á með hjónunum en sögur hafa verið …
Það fór vel á með hjónunum en sögur hafa verið uppi um erfiðleika í sambandinu. AFP
Síðu eyrnalokkarnir þóttu flottir við stuttu klippinguna og ljósa hárið.
Síðu eyrnalokkarnir þóttu flottir við stuttu klippinguna og ljósa hárið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál