Forstofa himnaríkis í New York

Það var röð fyrir utan Nike.
Það var röð fyrir utan Nike. mbl.is/Marta María

Það er til fólk í heiminum sem líður aldrei betur en þegar það hefur gert góðan díl. Að fá mikið fyrir peningana er tilfinning sem sumir sækja grimmt í að upplifa. Þeir sem eru þar gætu hugsanlega upplifað að þeir væru komnir í anddyri himnaríkis þegar gengið er inn í Woodbury Common Premium-útsölumarkaðinn.

Woodbury Common Premium-útsölumarkaðurinn er á Hudson-svæðinu í New York-ríki. Það tekur um klukkutíma að komast þangað með rútu frá Manhattan. Í þessari forstofu himnaríkis eru 240 verslanir sem selja allt frá Croc's-skóm upp í Dior-alklæðnað.

Rútan fer fram og til baka frá Manhattan. Þar stoppar hún á horninu á Broadway og 51. stræti eða beint fyrir utan McDonald's. Rútan fer á fyrirframákveðnum tímum og er nauðsynlegt að panta miða í hana daginn áður. Eingöngu er hægt að kaupa rútumiða báðar leiðir og þarf fólk að vera búið að ákveða hvað það ætlar að verja löngum tíma í fordyri himnaríkis áður en fjárfest er í rútumiðunum. Ef þú ert ekki búin/n að panta miða fyrir fram gætirðu þurft að bíða þar til allt skipulagða fólkið sem pantaði miða daginn áður er komið inn í rútuna. Óþolinmóðir Íslendingar nenna því illa og því er betra að skipuleggja þetta allt saman vel og vandlega.

Gott er að vera búin/n að þarfagreina fataskápinn áður en lagt er af stað.

Fólk sem hefur áhuga á fínum fötum og vill helst ekki þurfa að taka nýtt húsnæðislán til að fjármagna neysluna á eftir að elska þennan stað. Áður en haldið er af stað í þetta himnaríki er mikilvægt að reima á sig þægilega skó. Helst strigaskó með mjúkum botni svo fólk geti þrammað fram og til baka án þess að fá hælsæri og blöðrur á fæturna. Til öryggis er ágætt að vera með hælsærisplástur í bakpokanum og kannski eina vatnsflösku. Fólk sem ætlar að ná árangri á þessum stað þarf að vera í þægilegum fötum. Helst joggingbuxum og bol eða í síðum kjól sem auðvelt er að vippa sér úr í mátunarklefunum.

Rútan stoppar á horninu á Broadway og 51th stræti.
Rútan stoppar á horninu á Broadway og 51th stræti. mbl.is/Marta María
Í rútunni fengu allir kort af outlettinu og yfirlit yfir …
Í rútunni fengu allir kort af outlettinu og yfirlit yfir allar verslanirnar. mbl.is/Marta María

Hvers vegna í ósköpunum?

Hvers vegna ætti fólk að leggja á sig klukkutíma rútuferð frá Manhattan til þess eins að geta keypt frá sér allt vit á útsölumarkaði? Jú, vegna þess að fólk getur gert góð kaup og ef það hefur áhuga á tísku og fatnaði þá er hægt að skemmta sér konunglega. Í amerískum „outlettum“ er hagkvæmast að kaupa vörur frá innlendum vörumerkjum. Ralph Lauren er til dæmis amerískt og á góðu verði í Woodbury en líka Nike, J. Crew, GAP, DKNY, Marc Jacobs, Calvin Klein, Michael Kors, Tom Ford og Tori Burch.

Í Woodbury Common fást líka vörur frá stóru tískuhúsunum á niðursettu verði. Þar eru verslanir Off White, Dior, Balmain, Balenciaga, Fendi, Burberry, Dolce&Gabbana, Prada, Miu Miu, Pucci og Versace svo einhver tískuhús séu nefnd.

Afslátturinn er mismunandi. Oft er hann um 35% en svo eru verslanirnar á markaðnum með alls kyns tilboð og er það mismunandi eftir dögum hvað er nákvæmlega í boði. Fólk sem kann að meta góð efni og tímalausa hönnun getur gert góð kaup á þessum stað. Ef fólk veit af hverju það er að leita getur það undirbúið sig á leiðinni í rútunni en þar fá farþegar kort af outlettinu og því ætti enginn að ráfa stefnulaust um svæðið. Þótt markaðurinn sé stór og mikill þá er ekkert mál að rata og engin leið að týnast.

Ef fólk er að fljúga til New York með flugfélaginu Play þá er stutt frá útsölumarkaðnum yfir á Stewart-lugvöllinn. Best er að komast þangað með Uber og tekur það um 20 mínútur.

Fendi er með verslun í outlettinu.
Fendi er með verslun í outlettinu. mbl.is/Marta María
Í Dior var að finna marga fallega kjóla.
Í Dior var að finna marga fallega kjóla. mbl.is/Marta María

Hvernig er best að komast á staðinn?

Það tekur um 20 mínútur að keyra frá Stewart-flugvellinum í Woodbury Common Premium-útsölumarkaðinn. Hægt er að taka Uber en ef fólk vill ferðast um Hudson-svæðið er betra að vera á bílaleigubíl. Það er margt skemmtilegt hægt að gera á Hudson-svæðinu. Það er til dæmis skemmtilegt að gista við Mohonk Lake en frá flugvellinum er um 40 mínútna akstur þangað. Íslenska flugfélagið Play byrjaði að fljúga á þennan flugvöll í byrjun júní.
Það var röð fyrir utan Off White.
Það var röð fyrir utan Off White. mbl.is/Marta María
J. Crew er amerískt fatamerki sem nýtur vinsælda.
J. Crew er amerískt fatamerki sem nýtur vinsælda. mbl.is/Marta María
Hér má sjá hinn fullkomna klæðnað fyrir ferðir í outlettið. …
Hér má sjá hinn fullkomna klæðnað fyrir ferðir í outlettið. Joggingbuxur, strigaskór og derhúfa koma sér vel. mbl.is/Marta María
Í outlettinu er hin fínasta Dior verslun.
Í outlettinu er hin fínasta Dior verslun. mbl.is/Marta María
Það var gott úrval í Off White.
Það var gott úrval í Off White. mbl.is/Marta María
Það er mjög góð Prada-verslun í outlettinu.
Það er mjög góð Prada-verslun í outlettinu.
mbl.is/Marta María
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »