Markmiðið að eignast 400 Crocs skó

Sunneva Einarsdóttir er glæsileg í uppáhalds Crocs skónum.
Sunneva Einarsdóttir er glæsileg í uppáhalds Crocs skónum. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir hefur brennandi áhuga á tísku. Hún segir stíl sinn vera breytilegan og er óhrædd við að prófa nýja hluti. Við fengum að skyggnast inn í líf Sunnevu sem hefur sérstakt dálæti á Crocs skóm. 

„Tískan fer alltaf í hringi, ótrúlegt en satt. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að versla og setja saman dress,“ segir Sunneva sem verslar mikið notuð „vintage“ föt.

Kom vinkonunum á Crocs-vagninn

Sunneva er partur af LXS vinkonuhópnum, en ásamt Sunnevu eru í hópnum þær Hildur Sif Hauksdóttir, Ína María Norðfjörð, Kristín Pétursdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ástrós Traustadóttir. Þær eru allar mjög hrifnar af Crocs skóm sem litu fyrst dagsins ljós árið 2002 og urðu þá mjög vinsælir víðsvegar um heiminn. 

Vinkonurnar Hildur Sif, Sunneva, Ína María, Kristín, Magnea Björg, Birgitta …
Vinkonurnar Hildur Sif, Sunneva, Ína María, Kristín, Magnea Björg, Birgitta Líf og Ástrós. Skjáskot/Instagram

„Ég vil meina að ég hafi komið stelpunum á Crocs-vagninn. Kærastinn minn kom mér á vagninn fyrir rúmu ári síðan þegar hann keypti handa mér par, en ég hef aldeilis fengið að heyra það frá eldri kynslóðum,“ segir Sunneva. Hún átti eitt par til að byrja með en nú eru þau orðin þrjú. „Í maí keypti ég mér annað par í Lundúnum og Birgitta fylgdi. Svo í New York var heldur betur Crocs búð í verslunarmiðstöðinni og við enduðum allar með par. Ég labbaði út með fjögur pör af Crocs skóm.“

Aðspurð segir Sunneva allt og ekkert passa við Crocs skó.
Aðspurð segir Sunneva allt og ekkert passa við Crocs skó. Ljósmynd/Aðsend

Elskar Crocs hælaskó

Sunneva segist hafa byrjað að vera heit fyrir Crocs skónum fyrir rúmum tveimur árum þegar áhrifavaldurinn Bretman Rock byrjaði að vera í þeim og gaf út samstarfslínu með merkinu. „Hann á svona 400 Crocs skó, sem er markmiðið.“

Þar að auki hefur uppáhalds tískuhús Sunnevu, Balenciaga gert nokkrar útgáfur af skónum í samstarfi við Crocs. „Þeir gerðu til dæmis Crocs hælaskó. Sumir hata þá, en ég elska þá.“ Sunneva hefur líka keypt sér skraut á skóna, „ég er með ananas og býflugu á einum skónum.“

View this post on Instagram

A post shared by Crocs Shoes (@crocs)

Aðspurð segir Sunneva svarta „platform“ Crocs skó vera í mestu uppáhaldi. „Það er eiginlega vandræðalegt hvað ég er mikið í þeim, sama hversu mikilvæga fundi ég er að fara á. Ég mæli með að eiga svarta, enginn mun vita,“ segir Sunneva. Um þessar mundir er hún þó í leit að Crocs skóm með enn hærri „platform“, enda eru þeir ofarlega á óskalista hjá henni. 

Svörtu Crocs skórnir eru í mestu uppáhaldi, enda notar Sunneva …
Svörtu Crocs skórnir eru í mestu uppáhaldi, enda notar Sunneva þá mikið og kann að dressa þá upp. Ljósmynd/Aðsend

Lúxus skvísuferð endaði í dýrmætum vinskap

Vinkonuhópurinn LXS kynntust árið 2020 á skemmtilegan hátt. „Við þekktumst nokkrar en Birgitta Líf þekkti okkur allar og kynnti okkur. Hún planaði vinkonuferð út á landi í byrjun júní sem var okkar fyrsti hittingur en alls ekki sá síðasti þar sem við höfum gert helling og skapað svo mikið af skemmtilegum minningum saman. Ég er virkilega þakklát að hafa eignast svona ótrúlega góðar vinkonur,“ segir Sunneva. 

Dagurinn byrjar á kaffi og endar á pasta

Ásamt því að starfa sem einn vinsælasti áhrifavaldur landsins stýrir Sunneva hlaðvarpsþáttum og sjónvarpsþáttum. Hún stundar einnig meistaranám í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Það er því nóg um að vera hjá Sunnevu og dagarnir oft langir. 

„Týpískur dagur hjá mér byrjar yfirleitt á kaffibolla. Þar næst fer ég út að ganga með Bruce, hundinn minn og svo á æfingu. Eftir það kem ég aftur heim og geri mig til inn í daginn. Það er enginn dagur eins hjá mér en alla daga er ég með eitthvað verkefni, vinnu eða tökur.“

Sunneva er mikill matgæðingur og veit fátt betra en að stússast í eldhúsinu. „Eftir langan dag finnst mér best að koma heim og elda góðan mat, yfirleitt eitthvað gúrme pasta.“

Hárgreiðsla í anda Pamela Anderson

Hárgreiðsla Sunneva hefur vakið mikla athygli, en hún minnir helst á 90's hárgreiðslu í anda Pamelu Anderson. „Ég er búin að vera að mana mig í fjögur ár núna að stytta og stytta toppinn minn. Ég byrjaði að stytta hann 2019 og sumarið 2020 var hann orðinn enn styttri. Mér finnst mjög gaman að breyta til og leika mér að mismunandi hárgreiðslum.“

Dressar þægilega kjóla upp og niður

Á Instagram-reikningi Sunnevu má finna fjölmargar myndir af flottum dressum sem Sunneva setur saman. Þessa dagana eru kjólar frá fatamerki athafnakonunnar Kim Kardashian, SKIMS í mestu uppáhaldi hjá Sunnevu. „Ég er að elska SKIMS kjólana mína. Mjög þægileg flík til að skella sér í bæði fyrir fín tilefni eða bara dagsdaglega enda hægt að dressa þá upp og niður mjög auðveldlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál