Systurnar óþekkjanlegar

Gigi og Bella Hadid eru systur og vinsælar fyrirsætur.
Gigi og Bella Hadid eru systur og vinsælar fyrirsætur. Skjáskot/Youtube

Ofurfyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid voru óþekkjanlegar þegar þær gengu um tískupallana fyrir tískurisann Marc Jacobs á dögunum. 

Systurnar sýndu klæðnað úr haustlínu Marcs Jacobs en svo virðist sem tískurisinn hafi sótt innblástur í framandi jaðarstefnur eins og pönk og rokk við hönnun línunnar. Systurnar skörtuðu kolsvörtu hári, með rakað í hliðunum og þungan en vel snyrtan topp. Þá voru augabrúnir þeirra ekki hafðar í takt við hárgreiðsluna því þær voru aflitaðar og því nánast ósýnilegar.

Báðar gáfu þær aðdáendum sínum á Instagram innsýn í það sem gerðist bakvið tjöldin á tískusýningunni en útlit þeirra féll ekki í kramið hjá öllum.

„Ég elska þig en hvað er þetta?“ sagði einn aðdáandi við myndafærslu á instagramreikningi Bellu. 

„Það eina sem ég get sagt er hvert þó í hoppandi?“ er haft eftir öðrum aðdáanda sem tjáði sig við myndafærsluna hjá Gigi.

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

View this post on Instagram

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid)mbl.is