Hin fullkomna sumarförðun

Hera Hlín Svansdóttir setti saman hina fullkomnu sumarförðun.
Hera Hlín Svansdóttir setti saman hina fullkomnu sumarförðun.

Hera Hlín Svansdóttir er ný útskrifaður förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára sem er 27 ára Borgnesingur en er nú búsett á Höfuðborgarsvæðinu ásamt unnusta sínum og strákunum þeirra tveimur. Hera setti saman hina fullkomnu sumarförðun með vörum frá Gosh.

„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á förðun og var oft búin að íhuga að fara í förðunarnám en einhvern veginn aldrei látið verða að því. Það var svo núna í mars sem ég fékk þessa flugu aftur í hausinn og ákvað að skrá mig í kvöldskóla í Makeup Studio Hörpu Kára. Kvöldskólinn hentaði mér ótrúlega vel þar sem ég í fæðingarorlofi og unnusti minn sá um strákana okkar eftir vinnu þegar ég fór í skólann. Þetta er án efa með betri ákvörðunum sem ég hef tekið, að láta loksins verða að þessu,“ segir Hera Hlín.

View this post on Instagram

A post shared by ByHeraHlín (@byherahlin)


Hún segist hafa lært ótrúlega margt í skólanum og að henni hafi fundist skemmtilegt að læra nýja hluti. 

„Mér finnst bæði skemmtilegt að gera bara einfalda hversdags förðun með fáum vörum en líka einhverja svaka glamúr förðun þar sem ég gæti leikið mér með margar mismunandi vörum og gæti ég dúndað mér við að gera slíka förðun í marga klukkutíma ef ég hefði tíma til,“ segir Hera Hlín. 

Hera Hlín fór millivegin í þessari förðun með hversdagsförðun með sumarlegu ívafi.

Hera Hlín gerði stórglæsilega sumarförðun með vörum frá Gosh.
Hera Hlín gerði stórglæsilega sumarförðun með vörum frá Gosh.

Skref 1 - Farði

„Ég notaði Chameleon Foundation í litnum 002 Light. Þetta er einstaklega léttur farði en áferðin minnir helst á krem. Ég pumpaði nokkrum dropum á andlitið og dreifði síðan úr með fingrunum. Í byrjun er hann nánast hvítur en síðan þegar honum er dreift yfir andlitið og kemur litur sem aðlagast húðlitnum.“

Chameleon Foundation.
Chameleon Foundation.

Skref 2 - Hyljari

„Ég notaði Concealer High Coverage í litnum 002 Ivory. Setti hann undir augun, á T-svæðið og á aðra staði sem þurfti að hylja, t.d. bólu. Hann hylur vel og er mjög þægilegur og léttur.“

Concealer High Coverage.
Concealer High Coverage.

Skref 3 - Bronzer

„Ég notaði Bronzing Powder frá Gosh. Með stórum fluffy bursta á kinnbein, upp á enni, undir kjálkann og smá yfir nefið til að fá meira svona sun kissed look.“

Bronzing Powder frá Gosh.
Bronzing Powder frá Gosh.

Skref 4 - Skygging og kynnalitur

„Því næst notaði ég Contour'n Strobe Kit pallettuna í litnum 02 Medium en í henni eru tveir litir af sólarpúðri, einn kinnalitur og einn highlighter. Ég byrjaði á blanda báðum brúnu litunum saman með skáskornum bursta og ýkti smá skygginguna undir kinnbeinin, undir kjálkan og yst á ennið. Því næst setti ég kinnalitinn á kinnbeinin, örlítið ofar en sólarpúðrið.“

Contour'n Strobe Kit.
Contour'n Strobe Kit.

Skref 5 - Augun

„Þegar ég var búin að setja á andlitið tók ég ljósari bronzerinn í blöndunarbursta og setti smá skyggingu á augnlokið.

Mineral waterproof eye shadow í litnum Pearly white setti ég svo á beinið undir augabrúninni, í innri augnkrók og svona til að poppa ennþá meira upp á þá setti ég smá ofan á efri vörina. Setti vöruna á og dúmpaði með fingrunum til að jafna vöruna og dreifa henni út.
Intense Eyeliner Pen frá Gosh setti ég á efri augnhára rótina og gerði smá spíss/væng.

Næst bretti ég augnhárin og setti Just Click it maskarann frá Gosh.“

Eyeliner Pen frá Gosh, Just Clit it maskarinn og Mineral …
Eyeliner Pen frá Gosh, Just Clit it maskarinn og Mineral waterproof eye shadow.

Skref 6 - Augabrúnir

„Í augabrúnirnar notaði ég Ultra Thin Brow Pen í litnum 003 Dark Brown til að fylla inn í og móta og síðan uppáhalds augabrúnagelið mitt Brow Lift Lamination Gel. Þetta er glært gel sem heldur einstaklega vel og auðvelt að vinna með. Ég kynntist þessu geli þegar ég byrjaði í skólanum hjá Hörpu í apríl og hef ekki notað annað síðan, finnst þetta must núna! Ég hef einnig notað þetta gel til þess að festa niður babyhárin á höfðinu og það svínvirkar!“

Brow Lift Lamination Gel
Brow Lift Lamination Gel

Smá auka lokaskref

„Til þess að fá aðeins meiri sumarfýling finnst mér gaman að gera smá freknur. En til þess að gera þær notaði ég Woody Eye Linerinn í tilnum 002 Mahogany. Eg geri sirka 4-5 litlar doppur á fingrugóm og stimpla svo á nefið og kinnarnar. Með þessari aðferð finnst mér koma náttúrulegust og flottustu freknurnar.

Til þess að setja punktinn yfir I-ið notaði ég Soft'n Tinted Lip Balm i litnum 003 Rose og það er svo fallegt! Klárlega nýja uppáhalds glossið mitt í sumar og ekki skemmir fyrir að það er með sólarvörn SPF15.“

Áhugasöm geta fylgst með Heru Hlín á Instagram.

Woody Eye Linerinn í tilnum 002 Mahogany og Soft’n Tinted …
Woody Eye Linerinn í tilnum 002 Mahogany og Soft’n Tinted Lip Balm i litnum 003 Rose.
Útkoman er frískleg og falleg.
Útkoman er frískleg og falleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál