Dagurinn varð fullkominn út af kjólnum

Hér eru Lucy og Joe á brúðkaupsdaginn sinn. Hún er …
Hér eru Lucy og Joe á brúðkaupsdaginn sinn. Hún er hér í kjól frá Needle and Thread. Ljósmynd/Lovemydress

Rómantískir blúndukjólar njóta vinsælda um þessar mundir í brúðarheiminum. Breska merkið Needle and Thread er þekkt fyrir sína mjúku og huggulegu brúðarkjóla. Þeir eru oftar en ekki úr blúnduefnum og skreyttir pallíettum. Þessi samsetning er þó alls ekki þannig að brúðir heimsins líti út eins og jólatré heldur þvert á móti. 

Inni á vefnum lovemydress er að finna skemmtilega frásögn frá Lucy W-B sem er bóksali og textasmiður. Þegar hún og eiginmaður hennar gengu í hjónaband síðasta haust kom ekkert annað til greina en að klæðast kjól frá Needle and Thread. Hún segir frá því að hún hafi átt pantaðan tíma í brúðarkjólamátun hjá fyrirtæki í mars 2020 en vegna heimsfaraldursins fór það í vaskinn. Hún velti því fyrir sér hvort hún ætti að panta nýjan tíma en þegar hún rakst á kjólana frá Needle and Thread var ekki aftur snúið. 

„Ég varð ástafangin af kjólnum mínum og pantaði hann á netinu. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég vildi þegar ég var að skoða kjóla, fyrir utan það vildi ég ekkert of hefðbundið. Needle & Thread kjólarnir voru nákvæmlega það sem ég hafði í huga. Þegar ég fann kjólinn minn á netinu laðaðist ég virkilega að ljósbleikum, næstum ferskjulitum lit og með blúnduermum,“ segir hún. Hún segist hafa elskað að gifta sig í þessum kjól því hann var svo afslappaður og fannst hann vera framlenging af hennar persónulega stíl. 

Þessi lýsing kemur ekki á óvart því kjólarnir eru með kvenlegum sniðum og efnin oft og tíðum með smá teygju í. Brúðir verða því ekki eins og hengdar upp á þráð heldur afslappaðar. 

Línan er stór og það sem er svo frábært er að verslunin sendir beint til Íslands. Kjólarnir eru í breskum stærðum og koma frá stærð 4 upp í stærð 18. Það ætti því að vera auðvelt að finna rétta kjólinn enda eru þeir hver öðrum fallegri.

View this post on Instagram

A post shared by Lucy W-B 🌿 (@bookishl)

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál