Gummi segir gleraugun ekki af Ali Express

Guðmundur Birkir Pálmason, annar eiganda Moxen Eyewear, segist ekki panta …
Guðmundur Birkir Pálmason, annar eiganda Moxen Eyewear, segist ekki panta sólgleraugun af AliExpress og selja undir merkjum sinnar eigin línu. Ljósmynd/Arnór Trausti

Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor og annar eiganda Moxen Eyewear, segir að sólgleraugun frá merkinu séu ekki pöntuð af Ali Express. Hann segir hins vegar að þau panti frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiði líka gleraugu fyrir þekktar verslanir, en þó ekki hátísku verslanir.

Sólgleraugun frá Moxen Eyewear fóru í sölu um helgina og hafa vakið mikla athygli. Að baki Moxen standa þau Guðmundur og Lína Birgitta Sigurðardóttir kærasta hans.

Vakti Grétar Þór Sigurðsson athygli á því á Twitter í gær að eins gleraugu væri hægt að finna á Ali Express á mun lægra verði. Þannig kostuðu gleraugun aðeins nokkur hundruð krónur á Ali Express en hjá Guðmundi og Línu kostuðu þau 7.990 krónur. 

„Þetta er ekki satt. Ég get alveg svarað fyrir það að við pöntum ekki frá Ali Express. En við veljum þá stíla, ramma og linsur sem við viljum og sem okkur finnst passa við okkar brand. Við fylgjumst mikið með götutískunni og elskum að vista myndir af allskonar lúkkum og senda á framleiðandann,“ segir Guðmundur hvort ásakanir Grétars séu réttar. 

Hann segir að þau hafi einnig valið nokkrar tegundir af gleraugum út katalóg sem framleiðandinn býður upp á, en að þau hafi valið gleraugu sem þeim fyndist passa inn í sína línu. 

Sem fyrr segir fóru gleraugun í sölu á sunnudag en ákváðu þau að loka fyrir pantanir í gær vegna tæknilegra örðugleika í greiðslukerfinu sem þau notast við. Lína sagði þannig frá því á Instagram að þau hefðu ákveðið að skipta um greiðslukerfi, en að verið væri að uppfæra nýja greiðslukerfið sem þau ætla að innleiða. Því myndi vefsíðan ekki opna fyrr en eftir um tvær vikur og þá með nýju greiðslukerfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál