Ávanabindandi frískur herrailmur

Nehel Sheikh/Unsplash

Herrailmirnir úr Bottled-línunni frá Hugo Boss eru þekktir fyrir að vera kraftmiklir, karlmannlegir og frískir allt í senn. Nýjasti herrailmurinn frá Hugo Boss nefnist Marine og veitir ferskan andblæ sem minnir á sumarið.

Þessi sannkallaði sumarilmur umvefur þig sól og yl en ferskur undirtónninn gefur hlýja og suðræna angan. Ilmurinn einkennist af héluðum grænum eplum, krydduðum myntutóni og heitum viðarkeim sem færir þér einstakan ferskleika með karlmannlegu yfirbragði.

Ilmurinn er einkar nútímalegur og hentar herrum á öllum aldri. Auðvelt er að ánetjast þessum ilmi og úða honum á sig í óhófi – þú færð bara ekki nóg. 

Marine ilmurinn er sá nýjasti frá Hugo Boss í Bottled-línunni. …
Marine ilmurinn er sá nýjasti frá Hugo Boss í Bottled-línunni. Glösin í Bottled-línunni eru með einföldu en fáguðu móti. Marine ilmurinn er í bláu glasi sem minnir á öldur hafsins. Ljósmynd/Fragrantica

Ilmvatnsglösin úr Bottled-línunni frá Hugo Boss eru alltaf eins og auðþekkjanleg. Einfaldleikinn einkennir glösin en litur þeirra segir til um tegundina. Marine-ilmurinn er í dökkbláu glasi sem minnir helst á hafið djúpt og endurspeglar einhvers konar hugrekki. Glösin eru tímalaus og fábrotin með tappa í stíl sem auðvelt er að opna og loka eftir þörfum. 

Ilmurinn verður aðeins fáanlegur í takmörkuðu upplagi í takmarkaðan tíma í verslunum hér á landi sem annars staðar.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál