Svona massar þú útihátíðina

Það er eitt og annað sem er gott að hafa …
Það er eitt og annað sem er gott að hafa með sér á útihátíðina.

Verslunarmannahelgin er á næsta leiti og fólk líklega farið að íhuga hvað þurfi að taka með sér. Flest vilja nú líta vel út þegar þau eru á meðal fólks að skemmta sér en í alls kyns veðrum og vindum getur það reynst vandasamt. Smartland tók saman lista yfir hluti sem gott er að hafa með sér á útihátíðina.

Mikilvægast er að verða ekki kalt og að taka ekki of mikið með sér. Það getur nefnilega verið leiðinlegt að vera með fyrirferðarmikinn farangur. Við mælum með því að vera sem minnst í símanum, njóta augnabliksins og upplifunarinnar. Síminn getur beðið.

Fatnaður

Hlý peysa

Lopapeysan klikkar aldrei. Hún heldur á þér hita og ver þig einnig frá smávegis bleytu. Allir ættu að taka þessa íslensku hönnun með sér í útileguna eða á útihátíðina.

Íslenska lopapeysan er klassísk.
Íslenska lopapeysan er klassísk. Ljósmynd/Handprjónasambandið

Vatnsheldar buxur

Setjast má niður nánast hvar sem er, ef maður er í vatnsheldum buxum sem hentar mjög vel á útihátíðum. Veðrið á Íslandi er líka síbreytilegt. Því er aldrei verra að hafa varann á.

Hlýjar vatnsheldar buxur.
Hlýjar vatnsheldar buxur. Ljósmynd/66°Norður

Föðurland

Fyrsta flíkin sem þú ferð í, áður en þú klæðir þig í nokkuð annað. Þetta mun halda þér heitri/heitum heilt kvöld og fram á nótt.

Húfa

Oft verður kalt þegar sólin sest. Þá er gott að vera með húfu.

Húfa.
Húfa. Ljósmynd/66°Norður

Regnstakkur

Það rignir oft um verslunarmannahelgina, þótt það sé ekki mikið. Það er alltaf best að vera vel undirbúinn og vel fataður.

Vettlingar og ullarsokkar

Til að endast sem lengst á útihátíðinni er gott að vera í góðum sokkum og með hlýja vettlinga. Sé gist í tjaldi eru ullarsokkar þarfaþing.

Hlýjir vettlingar geta komið sér vel.
Hlýjir vettlingar geta komið sér vel.

Fylgihlutir

Hleðslukubbur

Það er öryggismál að síminn sé alltaf vel hlaðinn. Auk þess eru fáar innstungur í venjulegum tjöldum. Mundu bara eftir hleðslusnúrunni líka.

Það er mikilvægt að hafa símann fullhlaðinn.
Það er mikilvægt að hafa símann fullhlaðinn. Ljósmynd/Elko

Mittistaska eða bakpoki

Gott er að bera á sér tösku undir verðmæti. Þau eru öruggari á þér heldur en í tjaldinu.

Sólgleraugu

Maður veit aldrei hvenær sólin lætur sjá sig og svo koma þau líka að góðum notum þegar maður er nývaknaður og kannski ekki alveg tilbúinn í daginn.

Hátalari

Bluetooth-hátalari er nauðsynlegur í fyrirpartíin á útihátíðum. Ef enginn tónlistarmaður er í hópnum eða nokkur sem kann að glamra á gítar, er gott að geta gripið í hátalara.

Hátalarinn er nauðsynlegur í fyrirpartíið.
Hátalarinn er nauðsynlegur í fyrirpartíið. Ljósmynd/Elko
Spritt

Þar sem kamrar eru oft aðalsalernisaðstaðan, þá er sniðugt að hafa spritt með sér til að þrífa á sér hendurnar, eftir að maður notar kamarinn.

Útlit

Farði

Léttur farði er það eina sem þarf á útihátíðum. Heilbrigt og frískt útlit. Vatnsheldur maskari er góður í síbreytilegu veðri og endist lengur en sá sem er það ekki. Smartland mælir með farðanum Miracle Pure frá Max Factor en farðinn er einstaklega léttur og fallegur og gefur fallega áferð. Farðinn hentar öllum kynjum sem vilja fríska upp á sig.

Max Factor Miracle Pure er léttur og góður farði.
Max Factor Miracle Pure er léttur og góður farði.
Hárið

Til þess að færa heildarútlitið upp á hærra plan er sniðugt að flétta hárið. Mundu eftir fjölbreyttum teygjum til að eiga möguleika á fleiri greiðslum.

Glimmer eða steinar

Glimmer eða steinar geta verið fullkomin viðbót við förðunina og gera hana hátíðlegri.

Þurrsjampó

Þurrsjampó er nauðsyn í útileguna því ekki er alltaf greiður aðgangur að sturtum eða tími til að þvo hárið alla daga. Með þurrsjampói getur þú frískað auðveldlega upp á hárið. Þurrsjampó frá Label.m er tilvalið í þetta verk.

Þurrsjampó getur gert kraftaverk.
Þurrsjampó getur gert kraftaverk.

Hreinsiklútar

Vanalega er ekki mælt með því að nota hreinsiklúta til að þrífa húðina. Á útihátíðum eru þó hreinsiklútar betra en ekki neitt. Mundu bara að henda þeim í ruslið, ekki skilja þá eftir úti í náttúrunni eða henda þeim í klósettið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál