54 ára Baywatch-stjarna svarar fyrir sig

Hin 54 ára Donna D'Errico fór með hlutverk í vinsælu …
Hin 54 ára Donna D'Errico fór með hlutverk í vinsælu Baywatch þáttaröðunum. Samsett mynd

Baywatch-stjarnan og fyrrum Playboy fyrirsætan, Donna D'Errico, lætur ummæli fólks ekki koma í veg fyrir að hún klæðist bikiní, en netverjar létu misfalleg orð falla þegar hún deildi myndskeiði á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þar sem hún var klædd bikiníi skreyttu bandaríska fánanum. Nokkrum dögum síðar birti D'Errico djarfa mynd af sér þar sem hún svaraði ummælunum fullum hálsi. 

Leikkonan er þekktust fyrir að fara með hlutverk Donnu Marco í vinsælu Baywatch þáttunum sem komu fyrst út árið 1989. Þar að auki sat hún fyrir Playboy og prýddi forsíðu blaðsins í nóvember 1996. 

„Allmargar konur kvörtuðu yfir myndbandinu frá 4. júlí sem ég birti í rauðu, hvítu og bláu bikiníi vegna þess að þeim fannst ég vera „virðulegri en það“ og „of gömul“ til að vera í bikiníi, og uppáhaldið mitt, „örvæntingafull“. Ég skal segja ykkur svolítið sem gæti komið ykkur að óvart. Ég get í raun klæðst og gert bókstaflega hvað sem ég vil,“ skrifaði D'Errico undir nýlega myndbirtingu sína á Instagram. 

mbl.is