Hætti við að fara með fötin í Rauða krossinn

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur situr í stjórn Landverndar.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur situr í stjórn Landverndar.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur er gestur hlaðvarpsþáttarins, Ekkert rusl. Fyrrverandi flugfreyjurnar Margrét Stefánsdóttir og Lena Magnúsdóttir stýra hlaðvarpinu en þær eru að gera sitt besta til að verða umhverfisvænni. Það gengur upp og niður en jákvæðu fréttirnar eru þær að Lena keypti sér loksins rafmagnsbíl og sparaði 120 þúsund krónur í bensín þegar hún ferðaðist um Ísland á dögunum.  

Kristín Helga ræðir um fatakaup í þættinum og segir að fólk þurfi að bera ábyrgð á eigin kaupum. 

„Fatabransinn er einn sá mest umhverfisspillandi iðnaður í heiminum,“ segir Kristín Helga og játar að hafa ætlað að fara með fullan poka af fötum í fatagám Rauða krossins sem voru í raun heil. Það vantaði kannski tölur á einhverjar flíkur og á sumum hafði rennilásinn gefið sig. Í kjölfarið fór hún að velta fyrir sér eigin ábyrgð þegar kemur að fatakaupum. Eftir að hafa hugsað þetta lengra ákvað hún að fara ekki með fötin í Rauða krossinn og fór með þau til saumakonu sem lagaði þau svo hún gæti notað þau lengur. Henni fannst hún sérstaklega bera ábyrgð á ódýru úlpunni sem hún hafði keypt og lét laga hana fyrir hærri upphæð en hún kostaði ný úr búðinni. Hún vonar að heilt yfir förum við smátt og smátt að temja okkur þessa ábyrgð og hugsunarhátt. Þá spyr hún hvort við ætlum virkilega að eyða fossunum okkar í Bitcoin?  

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál