Þennan maskara notaði Dagný á EM

Dagný Brynjarsdóttir var með vatnsheldan maskara á EM.
Dagný Brynjarsdóttir var með vatnsheldan maskara á EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lesendur Smartlands eru forvitnir um ýmsa hluti og leita gjarnan svara við spurningum sínum. Á dögunum kom spurning frá lesanda sem vildi ólmur vita hvaða maskara Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnu- og landsliðskona í fótbolta, notaði á EM á dögunum. Í steikjandi hita og sól haggaðist maskarinn ekki, sem er óvenjulegt.

Maskarinn sem Dagný notaði á leiknum er frá L'Oreal og …
Maskarinn sem Dagný notaði á leiknum er frá L'Oreal og heitir Paris Double Extension Mascara Black Waterproof.

Sæl og blessuð GH.

Takk fyrir spurninguna. Ég veit að það voru margir að hugsa um það sama og þú. Það vita það allir sem nota maskara að hann getur auðveldlega klínst út um allt andlit þegar reynir á. Sérstaklega í steikjandi hita og sól. Í slíkum aðstæðum skiptir máli að maskarinn sé vatnsheldur.

Maskarinn sem Dagný notaði á leiknum er frá L'Oreal og heitir Paris Double Extension Mascara Black Waterproof.

Þessi maskari er frábær ef þú vilt lengja augnhárin. Hann er tvíþættur og því auðvelt að byggja hann upp. Annar endinn er hvítur og með því að bera hann fyrst á augnhárin áður en svarti endinn er borinn á færðu meiri fyllingu. Ef þú vilt til dæmis hafa kanta augnháranna þykkari þá getur þú sett meira af þeim hvíta á þann stað. Þegar þú ert búin/n að finna rétta taktinn tekur þú hinn helminginn og burstar hárin vel og vandlega. Það getur verið ágætt að fara nokkrar umferðir ef þú vilt hafa augnhárin hnausþykk þannig að þau líkist sem mest gerviaugnhárum. Í dag njóta þykk og mikil augnhár vinsælda og gerviaugnhár hafa aldrei verið vinsælli. Það er samt smá maus að líma á sig gerviaugnhár á hverjum degi. Þá er sniðugt að eiga maskara eins og Dagný sem getur leyst vandamálið og þykkt og lengt eigin augnhár svo um munar.

Kær kveðja,

Marta María

Ef þér liggur eitthvað á hjarta og vilt vita meira þá getur þú farið inn á smartland.is og sent spurningu HÉR. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »