Hlakkaði til að verða fimmtug

Renée Zellweger hlakkaði til að verða fimmtug.
Renée Zellweger hlakkaði til að verða fimmtug. AFP

Leikkonunni Renée Zellweger finnst húðvörur sem eiga að hægja á öldrun húðarinnar vera algjört sorp og finnst að konur ættu frekar að fagna því að fá að eldast. Sjálf gat hún ekki beðið eftir að verða fimmtug. 

Þetta sagði hin 53 ára leikkona í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Allar þessar auglýsingar sem segja okkur að við þurfum ekki að líta út fyrir að vera jafn gamlar og við erum, bara ef við kaupum öll kremin og allar lausnirnar og ruslið sem þau selja? Er verið að segja mér að ég sé einskis virði af því ég er orðin 53 ára? Er það það sem þú ert að segja?“ sagði leikkonan.

Þegar hún varð fimmtug segist hún hafa upplifað það eins og nýtt upphaf, án alls ruglsins. „Þetta var svona tímapunktur þar sem maður getur hætt að hlusta á allar raddirnar í hausnum á sér, og hætt að reyna að uppfylla allar væntingar sem fólk gerir til manns, og bara verið maður sjálfur,“ sagði Zellweger. 

Renée Zellweger leit á sextugsaldurinn sem nýtt upphaf.
Renée Zellweger leit á sextugsaldurinn sem nýtt upphaf. AFP
mbl.is