Fékk 13 milljón króna tösku í afmælisgjöf

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner var ánægð með Birkin-töskuna sem móðir hennar …
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner var ánægð með Birkin-töskuna sem móðir hennar gaf henni í 25 ára afmælisgjöf. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fékk fágæta Birkin-tösku frá Hermés í afmælisgjöf. Móðir hennar, Kris Jenner, gaf henni töskuna að gjöf en raunveruleikastjarnan varð 25 ára hin 10. ágúst síðastliðinn.

Taskan er í þremur litum, brún, rauð og beige, og er gríðarlega fágæt, en aðeins þrjár slíkar töskur hafa verið framleiddar. Kostaði hún um 100 þúsund bandaríkjadali eða 13,6 milljónir íslenskra króna. 

Raunveruleikastjarnan var gríðarlega ánægð með töskuna ef marka má myndband hennar á TikTok frá afmælisdeginum.

Jenner hélt afmælið sitt á snekkju og bauð fjölskyldu og vinum til veislunnar.

mbl.is