„Ekki breyta sjálfri þér fyrir tískustrauma“

Tess Holliday.
Tess Holliday. Ljósmynd/instagram

Fyrirsætan Tess Holliday hvetur aðdáendur sína til að sleppa lýtaaðgerðum. Sjálf hefur hún farið í nokkrar lýtaaðgerðir og hefur ekki falið það. Hún vill að aðdáendur hennar viti að þeir séu fullkomnir eins og þeir eru. 

Holliday deildi þessum skilaboðum á TikTok með aðdáendum. Henni fannst hún skildug til þess eftir að það kom í ljós að fólk notar myndir af henni og fyrirsætunni Ashley Graham og sækjast eftir að ná þeirra líkamsvexti með aðgerð. 

„Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum. Ég styð að þú gerir það sem þú vilt með þinn eigin líkama. En ekki breyta líkamanum þínum til að passa inn í einhverja tískubylgju. Ekki gera það,“ segir hún á TikTok.

Hún er þekkt fyrir að tala opinskátt um jákvæða líkamsímynd. Hún segir að henni hafi verið sagt alla ævi að líkaminn hennar sé ekki eins og hann eigi að vera.

@tessholliday Yes I got lip filler yearsss ago and I get Botox occasionally for ME 💞 but plz remember that some of these procedures are life threatening & do your research if you do’ love yall! 💓 #effyourbeautystandards ♬ original sound - tessholliday
mbl.is