Tímalausar flíkur sem þú verður að eiga

Samsett mynd

Tímalausar flíkur eru alltaf viðeigandi og fylgja ekki neinum tískustraumum. Flíkurnar nýtast vel og þú getur klætt þær bæði upp fyrir fínni tilefni eða verið í þeim dagsdaglega. Smartland tók saman tíu flíkur sem gott er að eiga í fataskápnum. 

Hvít skyrta 

Snyrtilegur klæðnaður sem passar við fjöldan allan af flíkum. Það er gaman að leika sér með skyrtuna, það er hægt að binda hana á ýmsa vegu eða haft hana opna. 

Ella Basic skyrta, VeroModa
Ella Basic skyrta, VeroModa Ljósmynd/bestseller.is

Góðan jakka 

Þú getur valið það sem hentar þínum stíl best, blazer, leður eða gallajakka. Þessi flík setur saman heildar útlitið á því sem þú klæðist. 

Lana-berry blazer, only
Lana-berry blazer, only Ljósmynd/bestseller.is

Svartur kjóll 

Þetta er flík sem þú átt að geta farið í hvenær sem er. Hvort sem það sé fyrir fínt tilefni eða ekki. Þú getur klætt þig í fína skó, kápu og skreytt þig með skartgripum til að gera hann fínni. Það er hægt að skella sér í strigaskó og leðurjakka til að fá meira hversdags útlit. 

Lavander kjóll, VeroModa
Lavander kjóll, VeroModa Ljósmynd/bestseller.is

Hvítur stuttermabolur

Passar við hvaða neðri part sem er og það er auðvelt að gera hana fínni með skartgripum. Þæginleg flík sem gott er að eiga.  

My perfect stuttermabolur, Selected
My perfect stuttermabolur, Selected Ljosmynd/bestseller.is

Gallabuxur

Góðar gallabuxur eru gersemi. Þær fara ekki úr tísku og passa við svo mikið af öðrum flíkum. Þegar þú finnur buxur sem þér líður vel í henta þér þá ertu dottin í lukkupottinn.

Tommy Hilfinger gallabuxur.
Tommy Hilfinger gallabuxur. Ljósmynd/ntc.is

Svartar buxur 

Buxur sem þæginlegt er að vera og það er auðvelt að gera þær fínni, það fer bara eftir því hverju þú klæðist við þær.

Maya straight buxur, VeroModa
Maya straight buxur, VeroModa Ljósmynd/bestseller.is

Rúllukragabolur

Við búum á Íslandi og okkur á það til að verða smá kalt. Rúllukragabolur er fínn og snyrtilegur og ekki verra að hann heldur á þér hita.  

Rúllukragabolur
Rúllukragabolur Ljósmynd/lindex.is

Svört stígvél  

Þetta eru fínni skórnir sem þú átt. Þeir verða samt að vera þæginlegir og ef þeir eru svartir er líklegra að þeir passi við fleiri flíkur.

Jeffrey Campbell maximal
Jeffrey Campbell maximal Ljósmynd/ntc.is

Strigaskór 

Strigaskór eru þægilegur kostur þegar kemur að skóm. Þeir geta verið skemmtileg leið til að sýna smá af persónuleikanum þínum. Veldu þér skó sem þér þykir fallegir sem þú sérð fram á að passi við margar flíkur sem þú átt.

Lloyd strigaskór
Lloyd strigaskór Ljósmynd/skor.is

Belti 

Belti getur sett saman heildar útlitið. Það er gott að eiga eitt gott belti sem passar við margar flíkur í fataskápnum. Það lífgar oft upp á einfaldan klæðnað.

Edith belti. Pieces
Edith belti. Pieces Ljósmynd/bestseller.is
mbl.is