Snyrtivörurnar sem hafa slegið í gegn á TikTok

Sænska tískugyðjan Matila Djerf er afar vinsæl á TikTok, enda …
Sænska tískugyðjan Matila Djerf er afar vinsæl á TikTok, enda margir sem sækja innblástur til hennar. Samsett mynd

Það er óhætt að segja að TikTok sé áhrifamikill miðill, en þar má meðal annars finna fjölda myndskeiða þar sem notendur deila sínum uppáhaldssnyrtivörum. Þó nokkrir snyrtivörurisar hafa tekið upp á því að merkja vörurnar sem verða vinsælar á TikTok sérstaklega í netverslunum sínum, enda hafa þær vörur sem verða áberandi á miðlinum verið gífurlega eftirsóttar og selst upp á mettíma. 

Smartland tók saman tíu snyrtivörur sem hafa gert allt vitlaust á TikTok að undanförnu, en af vörunum að dæma virðist ljómandi húð og fallegir kinnalitir vera aðal málið í dag. 

@daniellemarcan full face of viral makeup ib: @Ms.Yana #makeup #beauty ♬ original sound - DANIELLE

Hollywood Flawless Filter ljómagrunnur

Ljómagrunnurinn frá Charlotte Tilbury er líklega vinsælasta varan á TikTok, enda hafa stjörnur á borð við Zendya, Adele og Emma Roberts dásamað vöruna. Varan gefur húðinni fallegan og náttúrulegan ljóma, en hún gætur bæði verið notuð ein og sér eða undir farða. 

Ljómagrunnurinn Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilbury.
Ljómagrunnurinn Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilbury. Ljósmynd/Charlottetilbury.com

Dior varaolía

Varaolían frá Dior hefur verið að gera allt gjörsamlega vitlaust á miðlinum, enda mikil lúxusvara sem er bæði falleg. Varan er sögð gefa vörunum náttúrulegan gljáa sem gerir það að verkum að þær verða bústnari og virðast stærri. 

Dior varaolía.
Dior varaolía. Ljósmynd/Dior.com

Soft Pinch kinnalitur

Snyrtivörumerkið Rare Beauty, sem er í eigu tónlistarkonunnar Selena Gomez, kom á markaðinn í september 2020. Síðan þá hafa vörurnar rokið út og hefur krem kinnaliturinn verið einna vinsælastur, en hann þykir afar fallegur og auðveldur í notkun. 

Soft Pinch kinnalitur frá Rare Beauty.
Soft Pinch kinnalitur frá Rare Beauty. Ljósmynd/Rarebeauty.com

REFY augabrúnasett

Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í snyrtivöruheiminum að undanförnu, en augabrúnasettið frá REFY hefur slegið rækilega í gegn og þykir hin fullkomna þrenna til að ná fram þykkum augabrúnum. Í settinu er augabrúnagel, augabrúnavax með lit og augabrúnablýantur. 

Augabrúnasettið frá REFY.
Augabrúnasettið frá REFY. Ljósmynd/Refybeauty.com

Vatnsmelónu ljómaserum

Húðvörur sem veita húðinni heilbrigðan ljóma hafa verið aðal málið í sumar, en þar á meðal er vatnsmelónu ljómaserumið frá Glow Recipe. Serumið á að gefa húðinni raka og um leið ferskan ljóma án þess að innihalda glimmer. 

Vatnsmelónu ljómaserum frá Glow Recipe.
Vatnsmelónu ljómaserum frá Glow Recipe. Ljósmynd/Sephora.com

Iconic nude varablýantur

Tískugyðjurnar Matilda Djerf og Hailey Bieber eiga það sameiginlegt að lofsyngja þennan varablýant, en eftir að þær sýndu hann á TikTok seldist hann upp á mettíma. Liturinn sem þær nota heitir Iconic Nude.

Varablýantur í litnum Iconic Nude frá Charlotte Tilbury.
Varablýantur í litnum Iconic Nude frá Charlotte Tilbury. Ljósmynd/Charlottetilbury.com

Lash Sensational Sky High maskari

Lash Sensational Sky High maskarinn frá Maybelline tekur augnhárin upp á annað level, en hann bæði lengir þau og gefur þeim fyllingu. Þegar maskarinn kom fyrst á markaðinn varð hann fljótt vinsæll og er í dag gjarnan kallaður „TikTok maskarinn.“

Lash Sensational Sky High maskarinn frá Maybelline.
Lash Sensational Sky High maskarinn frá Maybelline. Ljósmynd/Maybelline.com

Pinkgasm kinnalitur

Þessi vara hefur notið gríðarlegra vinsælda og hefur verið nánast ófáanleg í langan tíma, en samkvæmt Byrdie voru á tímabili yfir 50 þúsund manns á biðlista eftir vörunni sem gefur kinnunum ómótstæðilegan bleikan ljóma. 

Pinkgasm kinnalitur frá Charlotte Tilbury.
Pinkgasm kinnalitur frá Charlotte Tilbury. Ljósmynd/Charlottetilbury.com

Brazilian Bum Bum krem

Vörulínan frá Sol de Janero hefur slegið rækilega í gegn, en ásamt kreminu fást ýmsar aðrar líkamsvörur sem hafa verið afar vinsælar á TikTok. Vinsældirnar virðast hverfast um ómótstæðilega lykt vörulínunnar, en henni er lýst sem blöndu af vanillu, saltkaramellu og pistasíu hnetum. 

Brazilian Bum Bum Cream frá Sol de Janero.
Brazilian Bum Bum Cream frá Sol de Janero. Ljósmynd/Sephora.com

Dior kinnalitur

Þessi fallegi kinnalitur frá Dior varð fyrst vinsæll eftir að raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner deildi honum með fylgjendum sínum, en að hennar sögn er þetta hinn fullkomni litur á kinnarnar. 

Kinnalitur í litnum Rosy Glow frá Dior.
Kinnalitur í litnum Rosy Glow frá Dior. Ljósmynd/Dior.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál