Hannaði skólínu á meðgöngunni

Hér er Andrea í skónum Ida by Andrea Röfn, en …
Hér er Andrea í skónum Ida by Andrea Röfn, en hún heldur mikið upp á snákamynstur. Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttir

Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir gefur nú út nýja skólínu í samstarfi við danska skómerkið JoDis. Fyrri skólínur JoDis by Andrea Röfn hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi, en í nýju haustlínunni er að finna tíu stíla ásamt tveimur nýjum vegan stílum sem framleiddir eru úr endurunnum plastflöskum. 

Margir kannast við JoDis skómerkið fyrir það að hanna skólínur í samvinnu við mismunandi aðila í tískuheiminum. „Okkur finnst gaman að fá gestahönnuði í teymið okkar sem hafa mismunandi stíl og bakgrunn, það hvetur til fjölbreytileika og nýjunga í hönnun okkar,“ segir Bragi Jónsson eigandi JoDis. 

Andrea Röfn gefur út nýja skólínu í samstarfi við JoDis.
Andrea Röfn gefur út nýja skólínu í samstarfi við JoDis. Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttir

Andra Röfn er nú á lokametrum meðgöngunnar, en hún á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Arnóri Trausta. Það er því margt spennandi framundan hjá henni. 

Hönnunarferli skólínunnar hófst í lok árs 2021 og segist Andrea halda mikið upp á haustið. „Ég elska að geta klæðst fleiri „layers“ af flíkum. Þá blanda ég oft saman stórum treflum, þykkari húfu og flottri kápu sem ég næ í aftast í skápnum mínum eftir sumarið,“ segir Andrea. 

Skórnir Irena by Andrea Röfn.
Skórnir Irena by Andrea Röfn. Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttir

Að sögn Andreu þykir henni haust skófatnaður oft geta verið aðeins líflegri í litum og mynstrum og ákvað hún því að útfæra nýju línuna með það að leiðarljósi. „Í þessari haustlínu held ég að við höfum fundið hinn fullkomna milliveg hvað varðar haust litapallettu. Hún samanstendur af jarðlitum, nokkrum pastellitum og loks uppáhalds prentinu mínu, snákaskinni,“ segir Andrea. 

Á myndinni má sjá skóna Ida og Erna úr skólínu …
Á myndinni má sjá skóna Ida og Erna úr skólínu Andreu. Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttir
mbl.is
Loka