„Þetta er filter“

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner varði varafyllingar sínar fyrir aðdáendum sínum á TikTok sem höfðu orð á því hvað varir hennar væru orðnar ónáttúrulega stórar. 

Jenner deildi myndskeiði af sér og bestu vinkonu sinni, Anastasiu „Stassie“ Karanikolaou, þar sem má sjá þær stilla sér skvísulega upp inni á baðherbergi. Varir þeirra beggja komust til tals í athugasemdarhlutanum enda höfðu þær skerpt á varalínunni með dökkum varablýöntum. Hvað sem því líður þykir mörgum hverjum andlit Jenners vera orðið ekkert nema varirnar sé tekið mið af athugasemdum TikTok-notenda við myndskeiðið. 

„Þetta er filter og farið þið svo,“ skrifaði Jenner og reyndi þar með að verja óhóflega mikið fyllingarefnið sem hún hefur látið setja í varirnar á sér undanfarið, að mati aðdáenda hennar. Voru þeir ekki sannfærðir um rök Jenners að um filter væri einungis að ræða.

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem varafyllingar Jenners vekja athygli. Í raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians viðurkenndi Jenner eitt sinn að hún væri með varafyllingar vegna sjálfsóöryggis sem hún upplifði vegna smæðar þeirra. Fréttamiðillinn People greindi frá.

Þá sagði hún að óöryggið hafi enn frekar gert vart við sig þegar strákur sem hún átti vingott við á árum áður hafi haft orð á því hve smágerðar varir hennar væru.

„Ég var með mjög litlar varir og ég hugsaði aldrei um það fyrr en ég kyssti einn af mínum fyrstu kossum. Strákurinn sagði við mig: „Guð minn góður. Þú ert mjög góður kyssari en þú ert með rosalega litlar varir,“ eða eitthvað í þann dúr. Upp frá því fannst mér ég ekki með kyssulegar varir,“ útskýrði Jenner fyrir þáttastjórnandanum Andy Cohen árið 2021.mbl.is
Loka