Fatalína Bónus seldist upp á nokkrum dögum

Bónusfatalínan seldist upp á nokkrum dögum.
Bónusfatalínan seldist upp á nokkrum dögum. Ljósmynd/Bónus

Færri fengu flíkur úr fyrsta upplagi af Bónus-fatalínunni sem fór í sölu í tveimur verslunum Bónus á föstudag fyrir viku. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum og lofar að meiri varningur sé á leiðinni í hús. 

„Þetta hefur gengið betur en okkar björtustu spár sem er bara æðislegt! Erum nú á fullu að vinna í því að fá meiri varning í hús en það tekur allt sinn tíma en vonumst eftir að fá meira fyrir vikulokin næstu. Einnig er stefnt að því að fleiri af okkar verslunum taki þetta inn,“ segir Baldur en línan fékkst aðeins í verslunum Bónus í Kjörgarði og Smáratorgi. 

Bónusderhúfan er í uppháhaldi hjá Baldri Ólafssyni markaðsstjóra Bónus.
Bónusderhúfan er í uppháhaldi hjá Baldri Ólafssyni markaðsstjóra Bónus. Ljósmynd/Bónus

Baldur hannaði línuna ásamt Sigurði Bragasyni sem er grafískur hönnuður hjá fyrirtækinu. Baldur gengur alla daga í fötum merktum Bónus og er derhúfan úr línunni í sérstöku uppáhaldi hjá honum. 

„Ég geng alla daga í flíkum merktum Bónus og er svo glaður að fleiri fá að njóta þess að ganga í þessu tískumerki nú þegar þessi lína hefur loksins orðið að veruleika,“ segir Baldur.

mbl.is