Hnyklar vöðvana á forsíðu „fullkomna tímaritsins“

Nicole Kidman í Saint Laurent.
Nicole Kidman í Saint Laurent. AFP

Leikkonan Nicole Kidman prýðir forsíðu stafræna tímaritsins Perfect um þessar mundir. Forsíðan var opinberuð í dag og er óhætt að segja að Kidman sé fremur ólík sér sé fljótt á forsíðuna litið. 

Kidman styrkir stöðu sína sem tískutákn með því að sitja fyrir á forsíðunni en Perfect tímaritið sérhæfir sig í að endurspegla helstu stefnur og strauma í tískuiðnaðinum. Má sjá leikkonuna, sem er orðin 55 ára gömul, hnykla vöðva upphandleggja sinna þar sem hún klæðist stuttu pilsi og ermalausum bol í líkingu við vesti sem er það nýjasta nýtt frá tískuframleiðandanum Diesel.

Á forsíðumyndinni lítur Kidman út fyrir að vera nokkrum áratugum yngri er hún í raun er en líkamlegt form hennar er með besta móti miðað við það sem myndin sýnir. Framúrstefnuleg hárgreiðsla og stílisering myndarinnar gerir það að verkum að Kidman er nánast óþekkjanleg en myndina tók ljósmyndarinn Zhong Lin. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Ekki er langt síðan Kidman sat fyrir á forsíðu tímaritsins Vanity Fair en í febrúar á þessu ári var Kidman forsíðuandlit tímaritsins. Hlaut Vanity Fair mikla gagnrýni og var tímaritið sakað um að hafa „fótósjoppað“ líkamsbyggingu og yfirbragð Kidmans.

mbl.is