Famlengdu sumarið með Chanel

Litirnir í sumarlínu Chanel eru líflegir og skemmtilegir.
Litirnir í sumarlínu Chanel eru líflegir og skemmtilegir. Ljósmynd/Chanel

Himininn, sólin og hafið eru innblástur fyrir naglalakkalínu sumarsins hjá tískuhúsinu Chanel. Litirnir eru ferskur andvari inn í haustið en í línunni má finna tvo gullfallega appelsínugula liti sem minna einna helst á fallegt sólsetur yfir Faxaflóa.

Litirnir hitta beint í mark því allir eru þeir ljósir og fallegir og setja punktinn yfir i-ið fyrir hvert tilefni. 

Græna lakkið er sérlega fallegt, en liturinn er mjög ljós og minnir á hafið á suðrænum slóðum. Í línunni er líka hvítt lakk, sem er ögn gegnsætt. Það er fullkomið fyrir sólarlandaferðir haustsins, til dæmis á táneglurnar sem fá að njóta sín í sandölum. 

Haustið þarf ekki að einkennast af djúpum og dökkum litum heldur er auðvelt að framlengja sumarfílinginn með þessum lökkum. 

Liturinn Pastel Sand er fullkominn í fríið.
Liturinn Pastel Sand er fullkominn í fríið. Ljósmynd/Chanel
Sea Sea Green.
Sea Sea Green. Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
mbl.is
Loka