Best klæddu stjörnurnar létu sig ekki vanta

MTV VMA-verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi í New Jersey, Bandaríkjunum. Mikill glamúr var á rauða dreglinum þar sem dökkir litir og demantar voru áberandi. 

Það er óhætt að segja að rapparinn Lil Nas X hafi stolið senunni þegar hann mætti á hátíðina í dramatísku dressi eftir Harris Reed sem vakti mikla lukku á tískuvikunni í London fyrr á árinu. Dressið samanstóð af athyglisverðu höfuðskrauti og pilsi úr svörtum fjöðrum. 

Taylor Swift, Lil Nas X, Becky G og Ashley Graham …
Taylor Swift, Lil Nas X, Becky G og Ashley Graham á VMA-tónlistarhátíðinni. Samsett mynd

Glimmer og glamúr standa alltaf upp úr á rauða dreglinum. Tónlistarkonan Taylor Swift var þakin demöntum í glæsilegum kjól frá Oscar de la Renta og með skart frá Lorraine Schwartz. Hljómsveitin Måneskin vakti einnig mikla athygli, en þau klæddust fatnaði frá Gucci. 

Lil Nas X í dressi frá Harris Reed og með …
Lil Nas X í dressi frá Harris Reed og með skart frá Da Beers. AFP
Taylor Swift í kjól frá Oscar de la Renta og …
Taylor Swift í kjól frá Oscar de la Renta og með skart frá Lorraine Schwartz. AFP
Hljómsveitin Måneskin glæsileg í Gucci.
Hljómsveitin Måneskin glæsileg í Gucci. AFP

Eftir litríkt sumar virðast Hollywood-stjörnurnar vera komnar í haustfíling, en dökkir litir og dramatík einkenndu rauða dregilinn í ár. Tónlistarkonan Lizzo mætti í glæsilegum kjól eftir Jean Paul Gaultier og fyrirsætan Ashley Graham var sjóðheit í kjól frá 
Houghton.

Becky G í kjól frá Zuhair Murad.
Becky G í kjól frá Zuhair Murad. AFP
Lizzo í kjól frá Jean Paul Gaultier.
Lizzo í kjól frá Jean Paul Gaultier. AFP
Ashley Graham í kjól frá Houghton.
Ashley Graham í kjól frá Houghton. AFP
Jack Harlow í jakkafötum frá Hermès.
Jack Harlow í jakkafötum frá Hermès. AFP
Lili Reinhart í kjól frá Fendi.
Lili Reinhart í kjól frá Fendi. AFP
mbl.is
Loka