Demantar og dramatík á rauða dreglinum

Samsett mynd

Hin árlega kvikmyndahátíð hófst í Feneyjum á Ítalíu hinn 30. ágúst síðastliðinn og mun standa yfir til 10. september. Hátíðin er ekki einungis fyrir kvikmyndaáhugafólk heldur verða næstu tvær vikur mikið sjónarspil fyrir tískuunnendur.

Rauði dregillinn breyttist í tískupall á fyrsta kvöldi hátíðarinnar þar sem stjörnurnar mættu hver annarri glæsilegri.Það var lítið um litrík dress í Feneyjum, en þar voru svört og hvít dress áberandi í bland við einstaka látlausa liti. Glimmer, demantar og pallíettur virðast ætla að vera aðal trendið hjá stjörnunum í haust. 

Þetta er í 79. sinn sem hátíðin er haldin og það verður spennandi að fylgjast með tískusýningunni næstu tvær vikur þar sem stærstu stjörnurnar munu ganga rauða dregilinn í einstakri hönnun frá fremstu hönnunarhúsum heims. 

Leikkonan Julianne Moore var sérlega glæsileg.
Leikkonan Julianne Moore var sérlega glæsileg. AFP
Franska leikkonan og leikstjórinn Melanie Laurent klæddist himneskum kjól frá …
Franska leikkonan og leikstjórinn Melanie Laurent klæddist himneskum kjól frá Gucci. AFP
Leikkonan Tessa Thompson var töffaraleg í kjól frá Armani.
Leikkonan Tessa Thompson var töffaraleg í kjól frá Armani. AFP
Brasilíska fyrirsætan Isabeli Fontana mætti með stæl.
Brasilíska fyrirsætan Isabeli Fontana mætti með stæl. AFP
Fyrirsætan Barbara Palvin var geislaði í svörtum pallíettukjól.
Fyrirsætan Barbara Palvin var geislaði í svörtum pallíettukjól. AFP
Fyrirsætan Elisa Sednaoui.
Fyrirsætan Elisa Sednaoui. AFP
Fyrirsætan Grace Elizabeth í kjól frá Alberta Ferretti.
Fyrirsætan Grace Elizabeth í kjól frá Alberta Ferretti. AFP
Ítalska fyrirsætan Mariacarla Boscono.
Ítalska fyrirsætan Mariacarla Boscono. AFP
Franska leikkonan Catherine Deneuve.
Franska leikkonan Catherine Deneuve. AFP
Spænska leikkonan Rocio Munoz Morales.
Spænska leikkonan Rocio Munoz Morales. AFP
mbl.is