Áslaug í öllu bláu en Meghan í rauðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var í öllu bláu en Megha hertogaynja …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var í öllu bláu en Megha hertogaynja var í öllu rauðu. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, klæddist fagurblárri skyrtu og pilsi á One Young World-ráðstefnunni sem fór fram í Manchester á Englandi í gær. Þar tók hún við verðlaunum sem stjórnmálamaður ársins 2022.

Föt Áslaugar eru frá spænska tískumerkinu Mossimo Dutti og fara henni einstaklega vel.

Áslaug tók við verðlaunum sem stjórnmálamaður ársins 2022 á ráðstefnunni
Áslaug tók við verðlaunum sem stjórnmálamaður ársins 2022 á ráðstefnunni

Meghan hertogaynja af Sussex var einnig gestur á ráðstefnunni í vikunni og líkt og Áslaug valdi hún samstæðan alklæðnað. Litaval Meghan var hins vegar í hina áttina, þar sem hún var í rauðu frá toppi til táar. Smartland fjallaði um föt Meghan í gær, en hún klæddist fötum frá merkinu Another Tomorrow. 

mbl.is