Dóra Júlía gefur út litríka skólínu

Dóra Júlía Agnarsdóttir í Venus kúrekastígvélum.
Dóra Júlía Agnarsdóttir í Venus kúrekastígvélum. Ljósmynd/Sóllilja Tinds

Enn bætist í hóp íslenskra gestahönnuða sem hanna skólínu með JoDis, en nú er það Dóra Júlía Agnarsdóttir, betur þekkt sem DJ Dóra Júlía og einn helsti plötusnúður landsins, sem hefur fengið að láta stíl sinn skína í gegnum skólínu. Dóra Júlía er þriðji íslenski hönnuðurinn sem JoDis fær með sér í hönnunarferlið. 

„Okkur finnst virkilega gaman að vinna með mismunandi fólki með ólíkan stíl og áherslur hvað varðar tísku. Það skiptir okkur líka miklu máli að stíll og einkenni hvers og eins gestahönnuðar skíni í gegn og það gerir það svo sannarlega með nýju línunni hennar Dóru Júlíu. Línan er bæði litrík og skemmtileg en um leið lýsandi fyrir samstarf okkar með Dóru Júlíu,“ segir Bragi Jónsson, eigandi JoDis. 

Dóra Júlía í Luna háum stígvélum.
Dóra Júlía í Luna háum stígvélum. Ljósmynd/Sóllilja Tinds

Skór sem vekja athygli og taka pláss

Dóra Júlía er þekkt fyrir skemmtilegan og litríkan fatastíl sinn og óhætt að segja að skólínan endurspegli það. „Það var ótrúlega gaman að fá að hanna þessa skó með JoDis Shoes og fá að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir með litaval og stíl. Við vildum hanna skó sem vekja athygli og taka pláss hvert sem þeir fara og það tókst sannarlega. Þessi skólína endurspeglar stílinn minn og það magnaða listform sem bæði tíska og stíll er,“ segir Dóra Júlía. 

Venus stígvélin koma í þremur skemmtilegum litum.
Venus stígvélin koma í þremur skemmtilegum litum. Ljósmynd/Sóllilja Tinds
Venus stígvélin.
Venus stígvélin. Ljósmynd/Sóllilja Tinds
Luna stígvélin.
Luna stígvélin. Ljósmynd/Sóllilja Tinds
mbl.is
Loka